Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 23. 2012 | 21:43

Evróputúrinn: Danny Willett leiðir fyrir lokadaginn á BMW International Open í Köln

Það er Englendingurinn Danny Willett, sem hefir nauma forystu á BMW International Open í Köln. Hann er samtals búinn að spila á 12 undir pari, 204 höggum (65 70 69).  „Ég hafði góða stjórn á boltanum mestallan daginn,“ sagði þessi fyrrum Walker Cup stjarna (Willett), glaður í bragði, eftir góðan hring upp á 69 högg í dag.

Öðru sætinu deila Joel Sjöholm og Chris Wood og eru þeir aðeins 1 höggi á eftir Willet.

Í 4. sæti eru Ástralinn Marcus Frazer, Suður-Afríkumennirnir Keith Horne og Richard Sterne og Fabrizio Zanotti frá Paraguay.

Til þess að sjá stöðuna á  BMW International Open eftir 3. dag SMELLIÐ HÉR: