Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 27. 2019 | 13:00

Evróputúrinn: DeChambeau sigraði í Dubaí!

Það var Bryson DeChambeau sem stóð uppi sem sigurvegari á Omega Dubai Desert Classic mótinu.

Sigur hans var afgerandi því hann átti heil 7 högg á enska kylfinginn Matt Wallace, sem hafnaði einn í 2. sæti.

Fjórir deildu síðan 3. sætinu þeir Ian Poulter og Sergio Garcia og Alvaro Quiros og Paul Waring; allir á 16 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna á Omega Dubai Desert Classic SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta lokahrings Omega Dubai Desert Classic SMELLIÐ HÉR: