Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 27. 2014 | 16:00

Evróputúrinn: Dyson og Fisher jnr. efstir e. 1. dag á Tshwane Open

Í dag hófst í Copperleaf Golf & Country Estate í Centurion, Suður-Afríku, Tshwane Open mótið, en það er samstarfsverkefni Evrópumótaraðarinnar og Sólskinstúrsins.

Þeir sem eru í forystu eftir 1. dag eru heimamaðurinn Trevor Fisher jnr. og Simon Dyson.

Báðir léku þeir á 7 undir pari, 65 höggum – Fisher á að vísu eftir að spila 2 holur, en leik var frestað vegna hættulegra aðstæðna.

Fimm deila 3. sætinu á 66 höggum, þar af eiga 2 eftir að ljúka hringjum sínum; en þeir sem hafa lokið eru Englendingurinn Ross Fisher og heimamennirnir  Jared Harvey og Erik van Rooven.

Til að sjá stöðuna eftir 1. dag á Tshwane Open SMELLIÐ HÉR: