Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 24. 2019 | 14:30

Evróputúrinn: Fitz í forystu e. 1. dag í Dubai

Það er enski kylfingurinn Matthew Fitzpatrick, sem er í forystu eftir 1. dag móts vikunnar á Evróputúrnum, Omega Dubai Desert Classic, sem fram fer dagana 24.-27. janúar 2019 í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Fitzpatrick eða Fitz eins og hann er alltaf kallaður lék á 7 undir pari, 65 höggum.

Á hringnum fékk Fitz 8 fugla og 1 skolla.

Hópur 8 kylfinga deilir 2. sætinu á 66 höggum, en meðal þeirra eru Bryson DeChambeau og Sergio Garcia.

Til þess að sjá stöðuna á Omega Dubai Desert Classic SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Omega Dubai Desert Classic SMELLIÐ HÉR: