Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 13. 2020 | 18:00

Evróputúrinn: Fitzpatrick sigraði á DP World Tour Championship

Lokamót Evróputúrsins, DP World Tour Championship, fór fram dagana 10.-13. desember 2020.

Að venju fór mótið fram í Jumeirah Golf Estates, Dubaí, í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Sigurvegari mótsins var enski kylfingurinn Matthew Fitzpatrick og er þetta í 2. skipti sem hann sigrar í mótinu.

Sigurskorið var 15 undir pari, 273 högg (68 68 69 68).

Sjá má lokastöðuna á DP World Tour Championship með því að SMELLA HÉR: