Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2012 | 18:00

Evróputúrinn: Fjórði sigur Grace í höfn í ár!

Branden Grace frá Suður-Afríku sigraði á Dunhill Links Championship í dag.  Spilað var á 3 golfvöllum í Skotlandi: St. Andrews, Carnoustie og Kingsbarns.

Þetta er 4 sigur nýliðans Grace á Evrópumótaröðinni í ár en hann hefir áður sigrað á Joburg Open, 15. janúar 2012; Volvo Golf Champions 22. janúar og Volvo China Open 22. apríl 2012.

Grace spilaði á samtals 22 undir pari, 266 höggum (60 67 69 70). Hann hlaut í verðlaunafé € 617,284 (sem eru u.þ.b. 97,5 milljónir íslenskra króna).

Í 2. sæti varð Daninn Thorbjörn Olesen 2 höggum á eftir Grace á samtals 20 undir pari, 268 höggum (63 69 66 66). Sjá má nýlega umfjöllun Golf 1 um Thorbjörn Olesen með því að SMELLA HÉR: 

Í 3. sæti varð Svíinn Alexander Noren á samtals 18 undir pari, 270 höggum og í 4. sæti varð landi hans Joel Sjöholm á 16 undir pari, 272 höggum.

Til þess að sjá úrslitin á Dunhill Links Championship SMELLIÐ HÉR: