Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 12. 2020 | 13:20

Evróputúrinn: Grace sigraði á SA Open!

Það var heimamaðurinn Brendan Grace, sem sigraði á 1. móti Evrópumótaraðarinnar á árinu, SA Open, sem fram fór í Jóhannesarborg í S-Afríku.

Grace lék samtals á 21 undir pari, 263 höggum (64 70 67 62).

Það var hreint ótrúlega flottur lokahringur Grace upp á 9 undir pari, 62 högg, sem færði honum sigurinn.

Sá sem varð að bíta í súra eplið var Louis Oosthuizen, sem varð í 2. sæti 3 höggum á eftir Grace.

Grace hefir nú sigrað í 13 mótum sem atvinnumaður og er þetta 9. sigur hans á Evróputúrnum og sá 6. á Sólskinstúrnum suður-afríska, en mót þetta er samstarfsverkefni þessara mótaraða og gildir sem sigur á báðum.

Grace er fæddur 20. maí 1988 og er því 31 árs.

South African Open er næstelsta mótið í golfi (1893) á eftir Opna breska (1860).

Sjá má lokastöðuna á SA Open með því að SMELLA HÉR: