Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 28. 2014 | 07:30

Evróputúrinn: Hápunktar 1. dags Tshwane Open

Englendingurinn Simon Dyson fékk fugla á síðustu 4 holunum og náði þannig forystu á sameiginlegu móti Evrópumótaraðarinnar og Sólskinstúrsins, Tshwane Open, sem fram fer á Copperleaf Golf & Country Estate, í Suður-Afríku nú um helgina.

„Þetta var virkilega næs“ sagði Dyson, sem krækti sér í síðasta sigur sinn á KLM Open 2011.

Honum tókst að landa þessu 7 undir pari skori rétt áður en hringnum var frestað, á þessum 7964 yarda Ernie Els hannaða golfvelli, sem er sá lengsti á Evróputúrnum og situr ásamt heimamanninum Trevor Fisher jnr. í efsta sæti eftir 1. dag – en Fisher á þó eftir að spila 2 holur.

Kylfingar frá Suður-Afríku hafa sigrað í 10 af síðustu 13 mótum á Evrópumótaröðinni, sem haldin hafa verið á heimavelli (þ.e. í Suður-Afríku)  þannig að ekki kom á óvart að sjá svo marga heimamenn raða sér í efstu sætin, en þ.á.m. eru  van Rooyen, Fichardt, van Tonder og Harvey.

Hér má sjá hápunkta 1. dags Tshwane Open SMELLIÐ HÉR: