Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 25. 2021 | 18:00

Evróputúrinn: Higgo sigraði á Gran Canaria

Mót vikunnar á Evróputúrnum var Gran Canaria Lopesan Open, sem fram fór 22.- 25. apríl 2021.

Mótið fór fram á Meloneras vellinum, sem er mörgum Íslendingum að góðu kunnur.

Það var S-afríkumaðurinn Garrick Higgo, sem sigraði.

Sigurskor Higgo var 25 undir pari, 255 högg (65 64 63 63).

Fyrir sigurinn hlaut Higgo €230.250,-

Í 2. sæti 3 höggum á eftir Higgo var hinn þýski Maximilian Kieffer.

Sjá má lokastöðuna á Gran Canaria Lobesam Open með því að SMELLA HÉR: