Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 10. 2021 | 18:00

Evróputúrinn: Higgo sigraði í 2. móti sínu á skömmum tíma

Garrick Higgo er aldeilis að stimpla sig inn í golfsöguna árið 2021.

Nú hefir hann sigrað í 2. sinn á Evróputúrnum á skömmum tíma, en hann sigraði í sl. mánuði 25. apríl á Gran Canaria Lopesan Open.

Nú sigraði Higgs á móti vikunnar, Canary Islands Championship og á þvílíku glæsiskori.

Higgo lék á samtals 27 undir pari, 257 höggum (66 63 64 64).

Hann átti heil 6 högg á þann sem varð í 2. sæti, Ástralann Maverick Antcliff. 

Sjá má lokastöðuna á Canary Islands Championship með því að SMELLA HÉR: