Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 4. 2012 | 16:00

Evróputúrinn: Lawrie leiðir í Qatar eftir 3. dag

Það er Paul Lawrie sem leiðir eftir 2. dag Commercialbank Qatar Masters styrktu af Dolphin Energy , en forystan er naum aðeins 1 höggs.

Takist Lawrie að sigra á morgun verður það í 2. sinn sem hann vinnur titilinn, en hann vann líka fyrir 13 árum í Doha, þ.e. árið 1999 … og fylgdi því frábæra gengi upp með að verða sigurvegari Opna breska í Carnoustie það ár.

Nú, á móti sem búið er að stytta í 54 holu mót vegna hvassra vinda, þá er þessi 43 ára Skoti á samtals -8 undir pari eftir frábæran 2. hring upp á 67 högg. Á hringnum varð hann m.a. að taka á sig víti á 10. flöt eftir að hafa droppað bolta sínum á boltamerki sitt, (í annað skipti í vikunni).

„Ég hef aldrei gert þetta á allri minni ævi – á 20 árum á túrnum – en í síðustu viku í Abu Dhabi var ég heppinn vegna þess að kaddýinn sá þetta og sagði að boltamerkið hefði ekki hreyfst úr stað.

„Í þetta sinn var ég ekki viss og dómarinn, Andy McFee, sagði að ég yrði að vera 100% viss.“

Sleggjan Nicolas Colsaerts frá Belgíu er í 2. sæti eftir hring upp á 68 högg og Svíinn Peter Hanson (69) og  Ricardo Gonzalez (67) eru 1 höggi á eftir og deila 3. sæti

„Það var gaman að spila með Paul,” sagði Ryder Cup stjarnan (Peter) Hanson. „Ég byrjaði vel, var á -4 undir pari eftir hoIur en gerði síðan nokkur slæm mistök í kringum 9 holu.

„Ég missti svolítið ritmann og var bara að reyna að halda mér inni í leiknum og Paul var að spila mjög vel.“

Spánverjinn Gonzalo Fernandez-Castaño og Bandaríkjamaðurinn John Daly voru í forystu fyrir daginn eftir að hafa hafið leik á 66 og 67 höggum, en Fernandez-Castaño fékk ekki einn einasta fugl á skori upp á 75, sem kom honum 3 höggum undir, meðan Daly var á 73 höggum í dag og er hann T-7 ásamt 8 öðrum kylfingum, þ.á.m Sergio Garcia.

Lee Westwood verður að ná upp 5 höggum líkt og Fernandez-Castaño eftir að vera á 70 höggum og meðal þeirra sem eru líka -3 unfdir eru Ryder Cup fyrirliði Evrópu José María Olazábal og nr. 4 í heiminum, Martin Kaymer.

Lægsta skor dagsins átti  Daninn Thomas Björn, 65 högg sem rétt kom honum í gegnum niðurskurð.

Sömu sögu er að segja um Graeme McDowell sem rétt komst í gegnum niðurskurð. Þeir sem ekki náðu niðurskurði eru m.a.  K J Choi, sem  átti svekkjandi hring upp á 78 högg eftir góða byrjun 68 – Hunter Mahan, Paul McGinley, Colin Montgomerie, Robert Karlsson, Ross Fisher og Henrik Stenson.

Til þess að sjá stöðuna á Commercialbank Qatar Masters eftir 2. dag (3. dag) smellið HÉR: 

Heimild: europeantour.com