Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 4. 2014 | 11:57

Evróputúrinn: Jack Doherty efstur e. að 1. hring NH Collection Open lauk

Það er Skotinn Jack Doherty, sem er efstur eftir að tókst að ljúka NH Collection Open í morgun.

Fresta varð leik um 2 tíma og 40 mínútur í gær vegna úrhellisrigningar og því varð nærri helmingur af þátttakendum í 144 manna mótinu að snúa aftur til leiks í morgun til að ljúka 1. hring.

Jack Doherty var á 3 undir pari, 69 höggum þegar hann varð að hætta keppni í gær vegna veðurs og það var enginn í morgun sem jafnaði við hann eða gerði betur þannig að Doherty var einn í forystu eftir 1. hring.

Reyndar náði Tjaart Van der Walt  frá Suður-Afríku að jafna í skamman tíma við Doherty, þegar hann komst í 3 undir pari eftir 13 spilaðar holur, en hann fékk skolla á 17. holu hans (þ.e. 8 holu Reserva)  og var því í hópi þeirra sem eru 1 höggi á eftir Doherty, en þeir eru auk Tjaart: Kim Sihwan frá Suður-Kóreu, Marco Crespi frá Ítalíu og Wales-verjinn Bradley Dredge.

Annar hringur er þegar hafinn og má fylgjast með skori keppenda á NH Collection Open á skortöflu með því að SMELLA HÉR: