Evróputúrinn: Jiménez á högg októbermánaðar
Aðhögg Spánverjans Miguel Angel Jiménez á frægu 17. brautinni í Valderrama á lokahring Andalucia Masters var valið högg októbermánaðar á Evróputúrnum.
Aðdáendur My European Tour kusu höggið með miklum meirihluta eða 70% atkvæða. Þetta var ótrúlegt aðhögg og virtist Jiménez öruggur og óttalus, þrátt fyrir að vera undir pressu og í mikilli baráttu við landa sinn, Sergio Garcia.
Jiménez vissi að hann yrði að gera eitthvað sérstakt til þess að ná Garcia og sló aðhöggið í tilraun sinni til þess að ná inn á par-5 flötina í 2 höggum með brautartré og beint að pinna yfir vatnið sem ver flötina. Boltinn lenti á flatarkraganum og rúllaði inn á flöt þar sem hann stoppaði um 3 metra frá holu.
Jiménez rétt missti af erninum, þar sem púttið fór framhjá og Garcia vann 2. mótið í röð þetta sinn með 1 höggs mun.
Þessi braut (hin erfiða 17. braut á Valderrama) virðist vera í nokkru uppáhaldi hjá Jiménez en hann fékk albatross á henni í Volvo Masters 1994.
Tom Lewis varð í 2. sæti um högg Októbermánaðar fyrir að dræva inn á flöt á 15. braut á lokahring Volvo Masters og aðhögg Sergio Garcia á lokaholu Castelló Masters varð í 3. sæti.
Sérhver sigurvegari í valinu um höggi mánaðarins fær sjálfkrafa rétt í valinu um högg ársins á Evróputúrnum við lok árs 2011, en á síðasta ári vann Norður-Írinn, Graeme McDowell verðlaunin fyrir pútt á 16. holu The Celtic Manor Resort, en höggið innsiglaði sigurstig liðs Evrópu í Ryder-bikarnum.
Meðal annarra sigurvegara um högg hvers mánaðar á árinu 2011 á Evróputúrnum eru:
Paul Casey (janúar), Alvaro Quiros (febrúar), David Horsey (mars), Matteo Manassero (april), Luke Donald (maí), Rory McIlroy (júní og júlí), Thomas Björn (ágúst) og Michael Hoey (september).
Með því að smella hér má loks sjá: HÖGG OKTÓBERMÁNAÐAR Á EVRÓPUTÚRNUM – JIMÉNEZ
Heimild: europeantour.com
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024