Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 31. 2012 | 09:00

Evróputúrinn: John Daly er tveimur höggum á eftir forystunni á Opna sikileyska

Kylfingurinn litríki John Daly, sem virðist ekki geta gert annað en að skandalesera þegar hann spilar í Ástralíu gengur vel á Opna sikileyska. Hann var með 5 fugla og örn á 2. degi mótsins í gær og með  glæsiskor, 67 högg og er aðeins 2 höggum á eftir forystunni. Hann er einn 12 kylfinga sem deilir 14. sæti á mótinu. Frábært að sjá hann vera að komast í gegnum niðurskurð aftur!

Í 1. sæti eru s.s. Golf1 greindi frá í gær 6 kylfingar:  Peter Lawrie (72), Jamie Donaldson (71), David Lynn (69), Pelle Edberg (66), Maarten Lafeber (68) og Simon Wakefield (67).

Daly sagði að það hefði verið mikil barátta við vind á vellinum. „Síðustu 11 holurnar voru mjög, mjög erfiðar,“ sagði Daly. „Vindurinn varð alltaf sterkari og sterkari. Maður vill aldrei segja að par sé gott skor en í dag voru pörin gott skor.“

Heimild: Golf Week