Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 26. 2014 | 09:00

Evróputúrinn: Levy leiðir enn

Frakkinn Alexander Levy er enn efstur á Volvo China Open.

Hann er búinn að leika á samtals 16 undir pari  (68 62 70) og hefir 3 högga forystu á þann sem næstur kemur, Spánverjann Alvaro Quiros.

Finninn Mikko Ilonen er síðan í 3. sæti á samtals 12 undir pari.

Tommy Fleetwood og Adrian Otagui eru síðan báðir í 4. sæti á 11 undir pari.

Til þess að sjá stöðuan eftir 2. dag á Volvo China Open SMELLIÐ HÉR: