Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 8. 2012 | 16:15

Evróputúrinn: Louis Oosthuizen sigraði á Afríca Open

Það var Louis Oosthuizen, sem varði titil sinn frá því í fyrra, varð í 1. sæti og hirti verðlaunatékka upp á €158.500 (u.þ.b.  25 milljónir ísl. kr. )  Oosthuizen lauk leik á -27 undir pari þ.e. 265 höggum (69 62 67 67).

Louis Oosthuizen þegar hann vann Africa Open 2011. Mynd: europeantour.com

Í 2. sæti varð landi Louis, Tjaart Van der Walt á -25 undir pari 267 höggum (69 64 65 69) – sem hljóta að vera vonbrigði því hann leiddi ásamt Oosthuizen í gær.

Í 3. sæti varð Retief Goosen, á -24 undir pari og í 4. sæti Jaco Van Zyl á -23 undir pari – heimamenn í 4  efstu sætunum.

Það er ekki fyrr en í 5. sæti sem við finnum kylfing utan Suður-Afríku, en það er Skotinn Alastair Forsyth á -22. Í 6. sæti varð síðan Richard Sterne, sem á vallarmet á East London golfvellinum sem spilað var á – en þetta er 1. mót Sterne eftir að hafa verið frá vegna veikinda – gigtar – meira og minna allt keppnistímabilið 2011 – og spilaði hann mótið á læknisundanþágu. Richard Sterne lauk leik á -20 undir pari, 7 höggum á eftir Oosthuizen.

Til þess að sjá úrslitin á Africa Open smellið HÉR: