Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 15. 2012 | 10:45

Evróputúrinn: Louis Oosthuizen sigraði á Maybank Malaysian Open

Það virðist koma eins og smá sárabót eftir að tapa umspilinu við Bubba Watson á the Masters, eftir að hafa fengið þennan líka glæsilega, sögulega albatross (einungs þann 4. í sögu mótsins) að sigra strax vikuna á eftir í Maybank Malaysian Open, en það gerði Louis Oosthuizen í nótt.  Flaug hálfan hringinn kringum hnöttinn og vann mótið þrátt fyrir flugþreytu og frestanir vegna úrhellisrigningar og allt!

Oosthuizen spilaði hringina 4 í mótinu á -17 undir pari, samtals 271 höggi (66 68 69 68) og átti 3 högg á þann sem varð í 2. sæti, Skotann Stephen Gallacher.

Í 3. sæti varð Gran Kanarí-eyingurinn Rafael Cabrera Bello á samtals -12 undir pari en 3. sætinu deildi hann með Bretanum Danny Willett og Bandríkjamanninum David Lipsky.

Í 6. sæti á -11 undir pari, samtals 277 höggum (64 75 70 68) varð Charl Schwartzel.

Í 7. sæti urðu 5 kylfingar þ.á.m. nr. 7 á heimslistanum, Þjóðverjinn Martin Kaymer, allir á samtals -9 undir pari, samtals 279 höggum, hver.  (Hinir voru Matteo Manassero, Hennie Otto og Frakkinn Romain Wattel).

Fyrir sigurinn hlaut Oosthuizen € 314.700,- (u.þ.b. 53 milljónir íslenskra króna).

Til þess að sjá úrslitin á Maybank Malaysian Open smellið HÉR: