Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 19. 2019 | 23:00

Evróputúrinn: Lowry sigraði í Abu Dhabi!!!

Það var írski kylfingurinn Shane Lowry sem stóð uppi sem sigurvegari á móti vikunnar á Evróputúrnum, Abu Dhabi HSBC meistaramótinu.

Lowry lék á samtals 18 undir pari, 270 höggum (62 70 67 71). Fyrir sigurinn hlaut Lowry sigurtékka upp á € 1,024,195,- (u.þ.b. 140 milljónir íslenskra króna).

Í 2. sæti varð Richard Sterne frá S-Afríku aðeins 1 höggi á eftir og í 3. sæti varð Joost Luiten frá Hollandi á samtals 15 undir pari.

Sjá má lokastöðuna á Abu Dhabi HSBC Champioship með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má hápunkta lokahrings Abu Dhabi HSBC Championship með því að SMELLA HÉR:

Bandaríski kylfingurinn og þrefaldi risamótsmeistarinn Brooks Koepka, sem áður fyrr spilaði á Evróputúrnum, lauk keppni T-9 á samtals 11 undir pari.