Ragnheiður Jónsdóttir | október. 25. 2020 | 18:00

Evróputúrinn: McGowan sigraði á Opna ítalska

Það var Ross McGowan, sem sigraði á Opna Ítalska, móti vikunnar á Evrópumótaröð karla.

Mótið fór fram í  Chervò golfklúbbnum, í San Vigilio di Pozzolengo, í Brescia, á Ítalíu, dagana 22.-25. október 2020.

Sigurskor McGowan var 20 undir pari, 268 högg (66 64 67 71).

Hann átti aðeins 1 högg á landa sinn Laurie Canter og belgíska Ryder kylfinginn Nicolas Colsaerts, sem höfnuðu í 2. sæti.

Þetta er fyrsti sigur McGowan á Evróptúrnum í 11 ár en fyrir á hann 1 sigur á mótaröðinni á Madrid Masters, 2009.

Sjá má lokastöðuna á Opna ítalska með því að SMELLA HÉR: