Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 13. 2012 | 18:25

Evróputúrinn: Molinari og Norén leiða þegar Opna skoska er hálfnað

Francesco Molinari og afmæliskylfingur gærdagsins Alexander Norén deila forystunni þegar Opna skoska er hálfnað. Báðir eru þeir búnir að spila á 12 undir pari; Molinari (62 70) og Norén (66 66).

Aðeins 1 höggi á eftir eru Matteo Manassero og Argentínumaðurinn Ricardo Gonzales á 11 undir pari samtals.

Í 5. sæti er síðan kylfingur sem ekki hefir heyrst mikið frá í lengri tíma Indverjinn SSP Chowrasia á samtals 10 undir pari (67 67).

Tíu kylfingar deila síðan 6. sæti á samtals 9 undir pari, þ.á.m.  Martin Kaymer (67 68) og Luke Donald (67 68).

Til þess að sjá stöðuna þegar Opna skoska er hálfnað SMELLIÐ HÉR: