Evróputúrinn: Morrison í forystu á 2. degi Barclays í Singapore
Bretinn James Morrison er sem stendur í 1. sæti á Barclays í Singapore þegar mótið er hálfnað. Hann er búinn að spila frábært golf og fylgdi eftir frábæru skori frá því í gær upp á 62 högg með öðru skori undir 70 í dag, þ.e. 68 höggum. Á hringnum fékk Morrison 6 fugla og 1 skolla á 13. braut. Samtals hefir Morrison því spilað á 130 höggum (62 68) þ.e. samtals -12 undir pari.
Spilað er á 2 völlum í Singapore: Tanjong og Serapong og spilaði Morrison á Serapong í dag, sem þykir erfiðari völlur. Hann hafði eftirfarandi að segja eftir hringinn: „Þessi golfvöllur er svo sannarlega erfiðari og það getur verið erfitt að koma af auðveldari velli yfir á erfiðan. Það eru nokkur mjög krefjandi teighögg þarna en þetta er fínn völlur.
„Ég spilaði ekki eins vel í dag og í gær en ég náð ágætishring og ég er nokkuð ánægður með það, sérstaklega að ná -4 undirpari á seinni 9 og klára sterkt.“
Í 2. sæti í mótinu, eins og staðan er nú, Edoardo Molinari aðeins höggi á eftir Morrison. Þess ber þó að geta að mótinu var frestað þegar Edoardo var á 10. braut og á hann því 8 holur óspilaðar og því gæti staðan enn breyst. Eins eina nokkrir aðrir kylfingar eftir að koma í hús.
Í 3. sæti er Juvic Pagusan frá Filipseyjum á samtals -10 undir pari, 132 höggum (66 66).
Til þess að sjá stöðuna á Barclays á 2. degi, smellið HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024