Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 26. 2012 | 19:55

Evróputúrinn: Paul Lawrie sigraði í Gleneagles

Það var Skotinn Paul Lawrie sem stóð uppi sem sigurvegari heima hjá sér á Johnnie Walker mótinu á Gleneagles golfstaðnum, í Perthshire í Skotlandi.

Lawrie spilaði samtals á 16 undir pari, á samtals 272 höggum (68 69 67 68). Fyrir sigurinn hlaut hann € 296.119,-

„Ég er rólegri í Skotlandi af einhverri ástæðu – það er undarlegt – en ég spila besta golfið mitt líka (þar),“ sagði Lawrie.

Í 2. sæti var Ástralinn Brett Rumford á 12 undir pari, þ.e. heilum 4 höggum á eftir Lawrie; á samtals 276  höggum (67 70 71 68).

Þriðja sætinu deila Svíinn Fredrik Anderson Hed; Hollendingurinn Maarten Lafeber og Frakkinn Romain Wattel; allir á samtals 11 undir pari, samtals 277 höggum, hver.

Til þess að sjá úrslitin á Johnnie Walker mótinu að öðru leyti SMELLIÐ HÉR: