Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 23. 2019 | 18:22

Evróputúrinn: Pavan sigraði á BMW Int. Open

Það var ítalski kylfingurinn Andrea Pavan sem sigraði á BMW International Open, í Golfclub München Eichenried, eftir bráðabana við enska kylfinginn Matthew Fitzpatrick.

Báðir voru þeir Pavan og Fitzpatrick efstir og jafnir eftir hefbundinn 72 holu leik – en báðir komu í hús á samtals 15 undir pari, 273 höggum; Fitzpatrick (73 66 65 69) og Pavan (66 71 70 66).

Það varð því að skera úr um leikinn í bráðabana og var par-5 18. holan spiluð tvívegis en í annað skiptið sigraði Pavan með fugli meðan Fitzpatrick tapaði á parinu.

Þriðja sætinu deildu hvorki fleiri né færri en 7 kylfingar þ.á.m. enski kylfingurinn Jordan Smith, sem var búinn að vera í forystu mest- allt mótið.

Sjá má lokastöðuna á BMW International Open með því að SMELLA HÉR:

Sjá má hápunkta lokahrings BMW International Open með því að SMELLA HÉR: