Evróputúrinn: Peter Hanson sigraði á KLM Open
Svíinn Peter Hanson sigraði á KLM Open. Hann spilaði á samtals 14 undir pari, 266 höggum (66 66 67 67). Þetta er 5. sigur Hansons á Evróputúrnum.
Hanson átti 2 högg á Skotann Richie Ramsay og Spánverjann Pablo Larrazábal og hirti sigurtékkann upp á € 300.000,- Í 4. sæti varð Skotinn Scott Jamieson, á 11 undir pari, 269 höggum.
Það besta í huga Hansons er þó að strákurinn hans litli, Tim, sem fékk RS vírus og varð að fara á sjúkrahús og olli pabba sínum miklum áhyggjum er á góðum batavegi.
„Hann hefir komist yfir þetta og líður betur og betur sem er það mikilvægasta af öllu,“ sagði Hanson aðspurður um líðan sonarins, eftir að hann hafði innsiglað sigurinn á KLM Open.
„Þegar hann varð að fara á spítala á föstudaginn var ég örvæntingafullur. Hann var ekki í lagi í 12-14 tíma og sem foreldri verður maður mjög viðkvæmur.
„Ég vildi bara fara heim og líta eftir fjölskyldunni, en konan mín sannfærði mig um að ég yrði að vera áfram (í mótinu). Þau voru í góðum höndum; það var ekkert sem ég gat gert og hún var að segja mér þetta, en þegar börnin manns veikjast hugsar maður bara ekki rökrétt.“
Til þess að sjá úrslitin á KLM Open SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024