Ragnheiður Jónsdóttir | október. 5. 2020 | 08:00

Evróputúrinn: Rai sigraði á Opna skoska

Aberdeen Standard Investments Scottish Open eða m.ö.o Opna skoska fór fram dagana 1. -4. október 2020 og lauk í gær með sigri Englendingsins Aaron Rai.

Mótið er hluti Evrópumótaraðar karla.

Sigur Rai kom eftir bráðabana við Tommy Fleetwood, en báðir voru þeir efstir og jafnir eftir hefðbundnar 72 holur.

Par-4 18. hola The Renaissance Club í North Berwick, Skotlandi, þar sem mótið fór fram, var spiluð aftur og þar sigraði Rai þegar í 1. viðureign með pari meðan Fleetwood tapaði á skolla.

Sjá má lokastöðuna á Opna skoska með því að SMELLA HÉR: