Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 21. 2021 | 19:30

Evróputúrinn: Rory efstur e. 1. dag í Abu Dhabi

Rory McIlroy leiðir eftir 1. dag Abu Dhabi HSBC Championship, sem er mót vikunnar á Evrópumótaröð karla.

Mótið fer fram dagana 21.-24. janúar í Abu Dhabi GC, í Abu Dhabi, Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Rory lék 1. hring á 8 undir pari, 64 höggum og skilaði „hreinu“ skorkorti með 8 fuglum og 10 pörum.

Í 2. sæti er Tyrrell Hatton en hann kom í hús á 65 höggum.

Sjá má stöðuna á Abu Dhabi HSBC Championship með því að SMELLA HÉR: