Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 9. 2012 | 10:00

Evróputúrinn: Rory hlakkar til að spila í Dubai

Í dag hefst í Dubai, Dubai Desert Classic mótið. Það er einn sem búinn er að hlakka til að spila á mótinu og viðurkennir fúslega að þetta sé einn af uppáhaldsviðburðunum, sem hann tekur þátt í á árinu. Það er Rory McIlroy, en hann spilaði fyrst í mótinu 2006, þá aðeins 16 ára gamall og hann á margar góðar minningar frá þeim tímum, sem hann hefir varið í Dubai.

„Ég hef varið góðum tíma hér á undanförnum árum og eftir að spila í Abu Dhabi hef ég verið hér í viku við æfingar og hef verið að vinna í spilinu mínu og hlakka til vikunnar,“ sagði sigurvegari Opna bandaríska risamótsins (Rory).

„Þetta er í 7. sinn sem ég tek þátt í Dubai Desert Classic, en ég hef spilað hér á hverju ári síðan 2006. Ég man á hvaða skori ég var (2006) – ég var á 72 höggum og það munaði 1 höggi að ég kæmist í gegnum niðurskurð.“

„Ég man að ég spilaði um morguninn og um eftirmiðdaginn þennan fimmtudag spilaði Tiger. Ég kom þennan eftirmiðdag tók mynd af honum og gat fylgst með honum úr mestu nálægð sem var svalt.“

„Þetta var fyrsta reynslan af Dubai og ég hef komið hingað á hverju ári síðan.“

„Ég hlakka til þess (mótsins) Ég á góðar minningar héðan eftir sigurinn 2009 og með því að hafa verið að spila um sigursæti s.l. ár og mér finnst þetta vera völlur sem ég spila vel á og vonandi get ég spilað vel á honum aftur.“

[…]

Til þess að fylgjast með stöðunni á Dubai Desert Classic á 1. degi smellið HÉR: 

Heimild: europeantour.com