Ragnheiður Jónsdóttir | október. 20. 2011 | 17:40

Evróputúrinn: Ross McGowan leiðir í Castellón

Í dag byrjaði Castelló Masters í Castellón, í Valencia á Spáni.  Það er Englendingurinn Ross McGowan sem leiðir eftir fyrsta dag, kom inn á -7 undir pari, glæsilegum 64 höggum.

Í 2. sæti eru Fabrizio Zanotti frá Parguay og Englendingurinn Richard McEvoy, báðir á -5 undir pari hvor.

Fjórða sætinu deila 7 kylfingar, þ.á.m. sá sem var í forystu lengst af í dag George Coetzee frá Suður-Afríku og heimamaðurinn Sergio Garcia; allir á -4 undir pari.

Í 11. sætinu eru 6 kylfingar, m.a. Suður-Afríkumaðurinn Thomas Aiken, allir á -3 undir pari og 17. sætinu deila 10 kylfingar, sem allir eru á -2 undir pari, en þar á meðal er sá sem á titil að verja, Ítalinn ungi Matteo Manassero.

Sjá má stöðuna eftir 1. dag í Castellón með því að smella HÉR: