Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 2. 2020 | 18:00

Evróputúrinn: Shinkwin sigraði á Kýpur

Það var enski kylfingurinn Callum Shinkwin, sem sigraði á móti vikunnar á Evróputúrnum: Aphrodite Hill Cyprus Open, sem fram fór í Aprhrodite Hills golfstaðnum í Paphos á Kýpur, dagana 29. október – 1. nóvember 2020.

Það var glæsipútt sem kom Shinkwin í bráðabana við Finnann Kalle Samooja, en báðir voru efstir og jafnir eftir hefðbundið spil; þ.e. báðir á samtals 20 undir pari, hvor.

Það varð því að koma til bráðabana til þess að skera úr um sigurinn.

Það var strax á 1. holu bráðabanans sem Shinkwin sigraði á pari meðan Samooja fékk skolla.

Þetta var fyrsti sigur Shinkwin á Evróputúrnum. Hann er fæddur 22. maí 1993 og því 27 ára.  

Til þess að sjá lokastöðuna á Aprhodite Hill Cyprus Open SMELLIÐ HÉR: