Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 16. 2014 | 15:00

Evróputúrinn: Thomas Aiken sigraði á Africa Open

Það var heimamaðurinn Thomas Aiken sem sigraði á Africa Open, sem var mót vikunnar á Evrópumótaröðinni og Sólskinstúrnum að þessu sinni.

Samtals spilaði Aiken á 20 undir pari, 264 höggum (66 65 66 67) líkt og landi hans Oliver Fisher  (66 63 66 69) og því varð að koma til bráðabana milli þeirra, þar sem Aiken hafði betur.

Fyrir sigurinn fékk Aiken € 158.500 (u.þ.b. 25 milljónir íslenskra króna), sem þykir ekki hátt verðlaunafé á karlamótaröð, sem skýrir dræma þátttöku „þekktari nafna“ í mótinu.

Þriðja sætinu deildu Bandaríkjamaðurinn John Hahn og Englendingurinn David Horsey, báðir aðeins 1 höggi á eftir sigurvegaranum.

Fimmta sætinu deildu síðan 4 kylfingar, tveimur höggum á eftir sigurvegaranum: forystumaður 3. hring Emiliano Grillo frá Argentínu, sem ekki náði að fylgja eftir frábærum 3. hring sínum upp á 62 högg – var á 73 og því 11 högga sveifla milli hringja; Englendingurinn Richard Bland og heimamennirnir Darren Fichardt og Jaco Van Zyl.

Til þess að sjá lokastöðuna á Africa Open  SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 4. dags á Africa Open SMELLIÐ HÉR:  (Verður sett inn um leið og myndskeið er til)