Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 17. 2019 | 07:00

Evróputúrinn: Úrslitaviðureign milli Fox og Otagui í Ástralíu

Úrslitaviðureignin í móti vikunnar á Evróputúrnum, sem er ISPS Handa World Super 6 Perth, verður útkljáð milli heimamannsins Ryan Fox og spænska kylfingsins Adrian Otagui, sem spiluðu sig í úrslitaviðureignina.

Mótið fer fram 14.-17. febrúar 2019 í Lake Karrinyup golfklúbbnum, í Perth, Ástralíu.

Í undanúrslitunum vann Adrian Otagui fyrst Scott Vincent 3&2 og Ryan Fox hafði síðan betur gegn Íranum Paul Dunne 1 up.

Scott Vincent og Paul Dunne eigast síðan við um 3. sætið.

Lokaviðureignirnar eru þegar hafnar og má fylgjast með gangi mála með því að SMELLA HÉR: 

Aðalmyndagluggi: Adrián Otagui frá Spáni