Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 18. 2020 | 18:00

Evróputúrinn: Välimäki nýliði ársins

Sami Välimäki er fyrsti Finninn til að hljóta Henry Cotton verðlaunin, sem veitt eru nýliða ársins á Evrópumótaröð karla.

Välimäki er fæddur 16. júlí 1998 í Nokia, Finnlandi og því aðeins 22 ára.

Hann gerðist atvinnumaður í golfi 2019 og lék það tímabil á Pro Golf Tour, þar sem hann sigraði 4 sinnum.

Hann komst síðan gegnum Q-school og aðeins í 6. móti sínu á Evróputúrnum landaði hann fyrsta sigri sínum.

Sigurinn kom á Oman Open, 1. mars 2020.

Välimäki lauk fyrsta keppnistímabili sínu á Evróputúrnum í 11. sæti á stigalistanum og því vel að nýliðaverðlaununum kominn!