Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 28. 2021 | 18:00

Evróputúrinn: Van Tonder sigraði á Kenya Savannah Classic e. bráðabana við Jazz og m/ eiginkonuna Abigail á pokanum

Kenya Savannah Classic var mót vikunnar á Evróputúrnum.

Mótið fór fram dagana 23.-26. mars sl. í Karen golfklúbbnum í höfuðstað Kenýa – Nairobi.

Sigurvegari mótsins varð Daníel Van Tonder frá S-Afríku.

Van Tonder og thaílendingurinn Jazz Janewattananond voru efstir og jafnir eftir hefðbundnar 72 holur og varð því að koma til bráðabana milli þeirra þar sem Van Tonder hafði betur á 3. holu bráðabanans – var á parinu meðan Jazz fékk skolla.

Van Tonder er ekki þekkt nafn á Evróputúrnum, enda hefir hann aðallega spilað á Sólskinstúrnum s-afríska.

Van Tonder er fæddur 12. mars 1991 og því 30 ára. Þetta er fyrsti sigur hans á Evróputúrnum en fyrir á hann 7 sigra á Sólskinstúrnum s-afríska.  Besti árangur hans á risamóti er T-44 árangur á PGA Championship.

Eftir sigurinn þakkaði hann eiginkonu sinni, Abigail, sigurinn, en hún hefir verið á pokanum hjá honum í 7 ár.

Hér má sjá lokastöðuna á Kenya Savannah Classic – SMELLIÐ HÉR: