Lee Westwood
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 17. 2014 | 16:00

Evróputúrinn: Westy efstur í Malasíu e. 1. dag

Lee Westwood (Westy) leiðir á móti Evrópumótaraðarinnar þessa vikuna, Maybank Malaysian Open, sem hófst í morgun í Kuala Lumpur G&CC.

Westy lék á 7 undir pari, 65 höggum.  Westy, sem varð í 7. sæti í síðustu viku á Masters  og sagði m.a. eftir hringinn: „Það er ánægjulegt að eiga góðan hring og koma sér vel af stað.“  Já, það hlýtur að vera góð tilfinning að leiða en Westy hefir ekki unnið mót frá því á Nordea Masters í Svíþjóð 2012. Leikur hans virðist þó allur vera á uppleið núna.

Westy, sem er 40 ára og fyrrum nr. 1 á heimslistanum bætti jafnframt við: „Ég varð að vera þolinmóður í dag vegna þess að ég var að pútta vel en þau duttu í raun ekki fyrr en ég setti niður 2,5 metra pútt á 16. braut.  Ég spilaði vel í síðustu viku (á Masters) og ég er ánægður með að halda því áfram í dag.“

Í 2. sæti er Nicholas Colsaerts einu höggi á eftir og þriðja sætinu deila Michael Hoey og Ricardo Santos á 5 undir pari, 67 höggum, hvor.

Slæmt veður hamlaði að allir keppendur gætu klárað hringi sína og því verða 40 keppendur að klára 1. hring á morgun, föstudagsmorgun.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Maybank Malaysian Open SMELLIÐ HÉR: