Evróputúrinn: Westy efstur í Malasíu e. 1. dag
Lee Westwood (Westy) leiðir á móti Evrópumótaraðarinnar þessa vikuna, Maybank Malaysian Open, sem hófst í morgun í Kuala Lumpur G&CC.
Westy lék á 7 undir pari, 65 höggum. Westy, sem varð í 7. sæti í síðustu viku á Masters og sagði m.a. eftir hringinn: „Það er ánægjulegt að eiga góðan hring og koma sér vel af stað.“ Já, það hlýtur að vera góð tilfinning að leiða en Westy hefir ekki unnið mót frá því á Nordea Masters í Svíþjóð 2012. Leikur hans virðist þó allur vera á uppleið núna.
Westy, sem er 40 ára og fyrrum nr. 1 á heimslistanum bætti jafnframt við: „Ég varð að vera þolinmóður í dag vegna þess að ég var að pútta vel en þau duttu í raun ekki fyrr en ég setti niður 2,5 metra pútt á 16. braut. Ég spilaði vel í síðustu viku (á Masters) og ég er ánægður með að halda því áfram í dag.“
Í 2. sæti er Nicholas Colsaerts einu höggi á eftir og þriðja sætinu deila Michael Hoey og Ricardo Santos á 5 undir pari, 67 höggum, hvor.
Slæmt veður hamlaði að allir keppendur gætu klárað hringi sína og því verða 40 keppendur að klára 1. hring á morgun, föstudagsmorgun.
Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Maybank Malaysian Open SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024