Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 24. 2020 | 12:00

Evróputúrinn: Westy kylfingur ársins 2020!

Lee Westwood (Westy) hlaut titilinn „Leikmaður ársins“ árið 2020 á Evrópumótaröð karla.

Þetta er í 4. sinn sem hann hlýtur þennan titil og nú eftir að verða stigameistari 47 ára!

Þetta er 27. keppnistímabil Westy á Evróputúrnum og eftir að hann sigraði á Abu Dhabi Championship  varð hann fyrsti kylfingurinn til þess að sigra mót á 4 ólíkum áratugum.

Hann lauk 2020 með því að verða stigameistari Evróputúrsins í 3. sinn – og 20 árum eftir að hann vann fyrst það sem nú kallast stigameistaratitill.

Mér er þetta mikill heiður og ég er virkilega upp með mér að hafa verið valinn kylfingur ársins á Evrópumótaröð karla þar sem samkeppninn um þennan titil er mjög hörð,“ sagði Westy, sem einnig hlaut þennan heiður árin 1998, 2000 og 2009.

Westy hrósaði jafnframt Evróputúrnum fyrir að geta haldið mót á þessu erfiða ári Corona faraldursins.

Auk þess að spila tók Westy beint þátt í mótahaldinu beint með því að vera gestgjafi á British Masters í júlí þessa árs.