Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 9. 2019 | 15:00

Evróputúrinn: Wilson efstur e. 3. dag Oman Open

Það er enski kylfingurinn Oliver Wilson, sem er efstur eftir 3. dag Oman Open.

Wilson er búinn að spila á samtals 10 undir pari, 206 höggum ( 69 68 69).

Í 2. sæti 1 höggi á eftir eru spænski kylfingurinn Nacho Elvira, Mike Lorenzo-Vera frá Frakklandi, Erik Van Rooyen frá S-Afríku og ástralski kylfingurinn Nick Cullen.

Til þess að sjá stöðuna á Oman Open SMELLIÐ HÉR: 

Sjá má hápunkta 3. dags með því að SMELLA HÉR: