Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 9. 2011 | 12:00

Faðir Christian og Luke Donald varð bráðkvaddur

Faðir nr. 1 í heiminum í golfinu, Luke Donald og Christian Donald, sem er kylfuberi Martin Kaymer, var bráðkvaddur s.l. mánudag.

Colin Donald ásamt Luke litlum. Snemma beygist krókurinn!

Colin Donald heitni sagði eitt sinn í Chicago Tribune um son sinn Luke: „Luke er strákur í jafnvægi. Hann hefir alltaf verið þannig. Hann líkist pabba sínum, hugsa ég, í því að hann er á  frábæran og rólyndislegan  hátt ákveðinn í að ná árangri. Því erfiðari sem hlutirnir eru, þeim mun meir rís hann undir þeim.”

Á heimasíðu PGA Tour sagði í fréttatilkynningu í gær: „Okkar innilegasta samúð er með Luke og Diane Donald og fjölskyldu þeirra, eftir að faðir Luke lést í gær. Þau eru í huga okkar og bænum PGA Tour fjölskyldunnar.”

Heimild: PGA Tour