Fegurðardrottning meðal keppenda á Ladies Indonesia Open – Kongkapan Patcharatchuta sigraði
Í gær lauk í Jakarta Ladies Indonesia Open, en það mót var það 9. á Ladies Asian Golf Tour og það kvennagolfmót með mesta verðlaunaféð í Suðaustur-Asíu, eða $ 30.000.
Mótið hófst á fimmtudaginn og eftir 1. dag var indverski atvinnukylfingurinn Smriti Mehra í forystu s.s. Golf 1 greindi frá SJÁ HÉR: Eftir 2. dag mótsins leiddi áhugamaður frá Malasíu, Kelly Tan og í mótinu sigraði síðan kylfingur frá Thaílandi í gær: Kongkapan Patcharatchuta; var á samtals 7 undir pari, 209 höggum (71 70 68).
Til þess að sjá úrslitin á Ladies Indonesia Open SMELLIÐ HÉR:
Meðal þekktra stjarna Asíu, sem þátt tók í mótinu, var sigurvegarinn í Ungfrú Indónesiu, 2012, indónesíska fegurðardrottningin, Inez Putri Chandra Tjiptadi.
Hún lagði til hliðar kórónu og drottningarkjól sinn og tók sér kylfur og kúlur í hönd. Henni gekk ekki eftir óskum í Ladies Indonesia Open, en hún hafnaði í 66. sæti af 82 keppendum ( 79 76 81), sem er bara býsna gott af áhugamanni, en keppendur voru flestar atvinnumenn.
Inez Putri, þessi 23 ára fegurðardrottning Indónesíu er einnig leiðandi áhugamaður í golfi í heimalandi sínu en hún hefir m.a. sigrað á Singapore Amateur Championship 2010 og vann bæði gull og silfur medalíu í Meistaramóti Indónesiu 2004 í högg/holukeppni.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024