Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 30. 2014 | 11:00

Flatirnar á TPC Sawgrass í slæmu ásigkomulagi

Nú er er u.þ.b. vika í að flaggskipsmót PGA Tour hefjist en það er The Players Championship, sem oft hefir verið nefnt 5. risamótið.

The Players hefst 8. maí og stendur til 11. s.m. 2014.

Mótið fer að venju fram á Stadium golfvelli TPC Sawgrass en a.m.k. 5 flatir vallarins  eru í slæmu ásigkomulagi.

Flatir á brautum nr. 4, 9, 11, 12 og 14 fóru illa þegar notað var efni á þær sem átti að hjálpa til við rótarþéttleika grassins og þróun á því yfir köldu vetrardagana í Flórída, en óvenjukalt var í Flórída s.l. vetur.

Nú hafa komið 2 vikur af heitum og þurrum aðstæðum sem hafa hjálpað til við að flatirnar eru að ná sér,  en sérstaklega flatirnar á 4. braut, 9. 11 og 12 eru enn með skemmdir