Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 6. 2024 | 09:00

GB: Mætum öll á styrktarmót Bjarka Péturssonar 18. ágúst n.k.!!!

Sunnudaginn 18. október verður haldið Styrktarmót Bjarka Péturssonar, á Hamarsvelli í Borgarnesi. Leikfyrirkomulag er tveggja manna Texas Scramble og er þátttökugjald kr. 16.000 fyrir lið. Fyrirkomulagið er að öðru leyti eftirfarandi: Vallarforgjöf liðs er  lögð saman og deilt í með þremur. Verðlaun fyrir 1. til 5. sæti í punktakeppni 1. sæti í höggleik (ekki hægt að vinna í báðum flokkum) Nándarverðlaun á öllum par 3 holum vallarins. Engin sérstök verðlaunaafhending að móti loknu. Sigurvegarar eru tilkynntir til keppenda og hvar og hvernig má nálgast verðlaunin sín í tölvupósti þegar úrslit liggja fyrir. Gilda forgjöf þarf til að vinna verðlaun í punktakeppni og höggleik. Um mótið gilda móta- og keppnisreglur GSÍ Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 6. 2024 | 07:00

GA: Sigþór með ás!!!

Hann 18. júlí sl. fór Sigþór Haraldsson holu í höggi á 8. braut Jaðarsvallar. Áttunda braut Jaðarsins er par-3 153 m af bláum teigum og 166 m af gulum. Þetta er í fyrsta skiptið sem Sigþór fer holu í höggi. Meðspilarar hans voru þeir Bjarni Einar, Jón Ragnar og Ólafur Elís  og er þetta  í annað skiptið sem Ólafur Elís verður vitni af holu í höggi á Jaðarsvelli í sumar. Sannkölluð lukka að hafa þann spilara með sér! Golf 1 óskar Sigþóri innilega til hamingju með ásinn og inngönguna í Einherjaklúbbinn!!! Í aðalmyndaglugga á facebook síðu: Sigþór Haraldsson. 


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 5. 2024 | 18:00

Einvígið á Nesinu 2024: Dagbjartur sigraði!

Einvígið á Nesinu (Shoot out) góðgerðarmótið fór fram á Nesvellinum í frábæru veðri í dag. Þetta var í 28. skiptið sem mótið er haldið og eins og ávallt var það haldið til styrktar góðu málefni, nú Umhyggju, félags sem vinnur með hag langveikra barna og fjölskyldna þeirra að leiðarljósi. Sigurvegari mótsins varð að lokum Dagbjartur Sigurbrandsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur eftir að hann sigraði Kjartan Óskar Guðmundsson á 9. braut. Að móti loknu var verðlaunaafhending og keppendum afhendur þakklætisvottur fyrir sitt framlag til málefnisins. Mótið er eins og áður sagði fyrst og fremst góðgerðarmót og afhentu þau Þorsteinn Guðjónsson formaður Nesklúbbsins og Jóhann Möller frá Arion banka , Chien Tai, stjórnarmeðlimu Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 5. 2024 | 12:00

Eiginkona Tommy Fleetwood vildi ekki að hann gengi til liðs við LIV

Tommy Fleetwood, silfurverðlaunahafi á Ólympíuleikunum 2024 leitaði til eiginkonu sinnar, Clare, þegar hann fékk samningstilboð frá LIV Golf. Fleetwood fékk tilboð frá LIV Golf, sem stutt er af Sádi-Arabíu, eins og fleiri PGA kylfingar. fyrir þriðja keppnistímabil LIV mótaraðarinnar (nú í ár). Ábatasöm tilboð LIV  hafa tælt fremstu kylfinga heims  á undanförnum tveimur árum. En Fleetwood, 33 ára, og Clare, 56 ára, sem einnig er umboðsmaður hans, komust að þeirri ákvörðun sameiginlega að hafna mjög svo ábatasömum tilboðum LIV. Þau útskýrðu hvernig peningarnir hefðu ekki haft nein áhrif í  Performance People hlaðvarpinu, þar sem Tommy sagði: „Flestir – flestir íþróttamenn taka í rauninni ekki þátt vegna peningana. Ég spilaði aldrei Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 5. 2024 | 11:00

Flugvél nauðlenti á golfvelli

Lítil flugvél nauðlenti á Haggin Oaks golfvellinum í Sacramento, Kaliforníu  fyrr í morgun. Golfvöllurinn er einn sá mest verðlaunaði í Bandaríkjunum og skartar tveimur glæsivöllum – Sjá má heimasíðu Haggin Oaks með því að SMELLA HÉR:  Flugmaðurinn var einn í vélinni og hlaut aðeins minniháttar meiðsl. Engin á vellinum slasasaðist og skemmdir eru minniháttar á vellinum. Vélin stoppaði við hliðina á Pro Shopinu. Hún er hins vegar nokkuð skemmd.


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 5. 2024 | 10:30

Einvígið á Nesinu 2024 fer fram kl. 13:00 í dag! Umhyggja hlýtur styrkinn

Árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins, Einvígið á Nesinu, verður haldið mánudaginn 5. ágúst, á Frídegi verslunarmanna. Mótið er haldið í samstarfi við ARION BANKA og er þetta í 28. skipti sem það fer fram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nesklúbbnum. Venju samkvæmt er nokkrum af bestu kylfingum landsins boðið til leiks og leika þeir að þessu sinni í þágu Umhyggju, félags sem vinnur að hag langveikra barna og fjölskyldna þeirra. Íslandsmeistarinn í golfi 2024 í karlaflokki, Aron Snær Júlíusson, GKG, og Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, sem nýverið var valin í úrvalslið Evrópu fyrir Junior Solheim-bikarinn tekur þátt. Athygli vekur að Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, fyrrum atvinnukylfingur á LPGA mótaröðinni, er á meðal Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 4. 2024 | 20:00

GKG: 3 ásar hjá GKG-ingum snemma í vor!

Þrír GKG-ingar fóru holu í höggi í maí-mánuði sl. Guðmundur Bernhard Jóhannsson, náði draumahögginu á  opnunardeginum á Mýrinni 8. maí! Guðmundur var á 9. braut sem er 125 metra frá teig að pinna. “Það var smá meðvindur og tók því 8 járn og fulla sveiflu af litlu tíi og stefndi boltinn beint á pinna, lenti rétt fyrir framan greenið og skoppaði í átt að holu og rúllaði nokkra metra og beint ofaní!” Á laugardaginn 11. maí fór Camilla Þóra Þórsdóttir holu i höggi á 2. braut á Mýrinni. Camilla byrjaði í golfi vorið 2020 og er með 28,3 í forgjöf. Í höggið góða notaði Camilla Ping GLE2 sjö járn og Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 4. 2024 | 16:55

Ólympíuleikarnir 2024: Scottie Scheffler hampar gullinu e. 62 högga lokahring!!!

Það var Scottie Scheffler sem hlaut Ólympíugullið eftir að hafa átt glæsilokahring á Le Golf National upp á 62 högg. Hann skilaði „hreinu skorkorti“ með 9 fuglum.  Samtals spilaði Scottie á 19 undir pari, 265 höggum (67 69 67 62). Þegar Scottie tók við gullverðlaununum á verðlaunapallinum, gat hann ekki tára bundist. Hann komst við og gleðitárin hrundu af hvörmunum. Silfrið hlaut Tommy Fleetwood, var aðeins 1 höggi á eftir á samtals 18 undir pari, 266 höggum (67 64 69 66). Bronsið kom síðan í hlut Japanans Hideki Mitsuyama, sem búinn var að vera meira og minna í forystu allt mótið nema eftir 3. hring, þar sem honum fataðist flugið Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 4. 2024 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hjörtur Þór Unnarsson – 4. ágúst 2024

Afmæliskylfingur dagsins er Hjörtur Þór Unnarsson. Hjörtur fæddist 4. ágúst 1966 og á því 56 ára afmæli í dag! Hann er í Golfklúbbi Reykjavík. Sjá má nýlegt viðtal Golf 1 við Hjört með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu Hjartar til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Hjörtur Þór Unnarsson, GR. Mynd: Golf 1 Hjörtur Þór Unnarsson – 56 ára– Innilega til hamingju með afmælið! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Janet Coles, 4. ágúst 1954 (70 ára MERKISAFMÆLI); Deedee Lasker, (spilaði hér áður fyrr á LPGA) 4. ágúst 1959 (65 ára); Þorgeir Sæberg, 4. ágúst 1961 (63 árs); Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 3. 2024 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (4/2024)

Nokkrir gamlir á ensku: 1 Golf fact: The higher a golf players handicap, the higher the chance that he will try to tell you what you’re doing wrong. ​ ​2 Golf balls are like eggs. They are both white, sold by the dozen, and a week later you have to go out and buy more. ​ ​3 Golfer: I would move both heaven and earth to get a birdie today. Caddie: Try heaven. You have moved most of the earth already today. 4 The best person to play golf with is someone who is always a little worse than you are. ​ ​5 If your opponent can’t remember whether he shot a six Lesa meira