Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 1. 2024 | 23:30
GM: Hildur fór holu í höggi!!!
Hildur Skarphéðinsdóttir sló draumahögg á 6. braut í Bakkakoti. Sjötta braut í Bakkakoti er par-3, 86 metra af rauðum teigum. Hún er 5. erfiðasta braut Bakkakots. Þetta er í fyrsta sinn sem Hildur fær ás. Golf 1 óskar Hildi innilega til hamingju með draumahöggið!!! Í aðalmyndaglugga: Hildur Skarphéðisdóttir. Mynd: GM
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 1. 2024 | 21:00
Ólympíuleikar 2024: Hideki Matsuyama leiðir eftir 1. dag
Það er japanski kylfingurinn Hideki Matsuyama, sem leiðir eftir 1. dag golfkeppninnar á Ólympíuleikunum, degi þar sem skor á Le Golf National voru lág. Matsuyama kom í hús á 8 undir pari, 63 höggum. Hann átti 2 högg á þann sem næstur var, en það er ríkjandi Ólympíumeistari Xander Schauffele. Schauffele lék á 6 undir pari, 65 höggum. Í 3. sæti eftir 1. dag eru síðan 3 kylfingar, allir á samtals 5 undir pari, 66 höggum : Joaquin Niemann frá Chile, Tom Kim frá S-Kóreu og Argentínumaðurinn Emiliano Grillo. Sjá má stöðuna á Ólympíuleikunum í golf karla með því að SMELLA HÉR: Í aðalmyndaglugga: Hideki Matsuyama á 14. teig í Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 1. 2024 | 20:00
GHD: Marsibil og Hafsteinn Thor klúbbmeistarar 2024
Meistaramót Golfklúbbsins Hamars á Dalvík (GHD) fór fram dagana 3.-6. júlí 2024. Þátttakendur, sem luku keppni að þessu sinni, voru 26 og kepptu þeir í 8 flokkum. Klúbbmeistarar GHD 2024 eru þau Marsibil Sigurðardóttir og Hafsteinn Thor Guðmundsson. Þess mætti geta að Hafsteinn Thor er tvöfaldur klúbbmeistari en fyrir utan að sigra í meistaraflokki karla og verða þar með Dalvíkurmeistari, sigraði hann í barna- og unglingaflokki eldri á glæsiskori 65 höggum!!! Frábær kylfingur þar sem Hafsteinn Thor er!!! Þetta er 6. árið í röð, sem Marsibil fagnar klúbbmeistaratitli GHD!!!! Glæsileg!!!! Sjá má öll úrslit úr meistaramóti GHD í Golfboxinu með því að SMELLA HÉR: en þau helstu hér að neðan: Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 1. 2024 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Lloyd Mangrum —– 1. ágúst 2024
Afmæliskylfingur dagsins er Lloyd Mangrum. Hann er fæddur 1. ágúst 1914 í Trenton, Texas og lést 17. nóvember 1973, í Apple Valley, Kaliforníu. Mangrum hefði orðið 110 ára í dag. Hann var þekktur fyrir „smooth“ sveiflu sína og afslappaða skapgerð, sem varð til þess að hann var uppnefndur Hr. Klaki (ens. Mr. Icicle). Mangrum varð atvinnukylfingur 15 ára og vann fyrir sér sem aðstoðarmaður eldri bróður síns, Ray, sem var yfirgolfkennari í Cliff-Dale Country Club í Dallas. Mangrum gerðist atvinnumaður í golfi 1929 og á atvinnumannsferli sínum sigraði hann 45 sinnum þar af 36 sinnum á PGA Tour. Hann sigraði þó aðeins í 1 risamóti, sem var Opna bandaríska árið 1946. Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 1. 2024 | 12:30
GÍ: Grétar Nökkvi, Hjálmar Helgi og Bjarney klúbbmeistarar 2024
Meistaramót Golfklúbbs Ísafjarðar (GÍ) fór fram dagana 10. – 13. júlí 2024. Þátttakendur í ár, sem luku keppni voru 43 og léku þeir í 7 flokkum. Þetta er metþátttaka, en elstu menn muna ekki eftir annari eins þátttöku í meistaramóti. Erfitt veður var fyrstu þrjá dagana, mikill vindur en lokadaginn var loksins almennilegt golfveður. Sjá má öll úrslit í Golfboxinu með því að SMELLA HÉR: en helstu úrslit eru hér að neðan: 1. flokkur karla 1. Hjálmar Helgi Jakobsson 304 högg (74 75 82 83) 2. Ásgeir Óli Kristjánsson 311 högg (79 80 81 71) 3. Viktor Páll Magnússon 319 högg (80 76 84 79) 1. flokkur kvenna 1. Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 1. 2024 | 09:00
Shanshan Feng fjallar um móðurhlutverkið, Ólympíugullið og lífið eftir atvinnumennskuna
Margt hefur breyst fyrir Shanshan Feng á síðustu tveimur árum. Þessi nú 34 ára gamli atvinnukylfingur hætti í atvinnugolfinu árið 2022 og hefir haft ýmislegt fyrir stafni frá því að hún spilaði á LPGA mótaröðinni. Hún tók þátt í kínverska landsliðinu sem þjálfari og mætti á HSBC heimsmeistaramót kvenna 2023 í Sentosa golfklúbbnum í Singapúr. Feng er vörumerkjasendiherra fjölmargra fyrirtækja og ferðast um heiminn eins mikið og hún getur þegar tækifæri gefst og dvaldi nýlega um tíma í Tíbet síðasta sumar. Feng giftist meira að segja og deildi gleðifréttunum á Instagram síðu sinni í ágúst síðastliðnum á kínverska Valentínusardaginn. En kannski mikilvægast er að 10-faldur sigurvegari á LPGA Tour er Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 1. 2024 | 01:00
GMS: Karín Herta og Margeir Ingi klúbbmeistarar 2024
Meistaramót Golfklúbbsins Mostra í Stykkishólmi fór fram dagana 26.-29. júní sl. Þátttakendur voru 25 og kepptu þeir í 5 flokkum. Klúbbmeistarar GMS 2024 eru þau Karín Herta Hafsteinsdóttir og Margeir Ingi Rúnarsson. Sjá má öll úrslit úr meistaramóti Golfklúbbsins Mostra í Golfboxinu með því að SMELLA HÉR og þau helstu hér að neðan: 1. flokkur karla 1 Margeir Ingi Rúnarsson 304 (76 74 80 74) 2 Jón Páll Gunnarsson 319 (80 80 81 78) 3 Kristinn Bjarni Heimisson 326 (86 80 87 73) 1. flokkur kvenna 1 Karín Herta Hafsteinsdóttir 322 (111 106 105) 2 Erna Guðmundsdóttir 349 (130 115 104) 3 Lára Guðmundsdóttir 393 (138 131 124) 2. flokkur Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 31. 2024 | 21:00
GÞ: Ástmundur og Svava klúbbmeistarar 2024
Meistaramót GÞ fór fram dagana 10.-13. júlí sl. Mikil rigning og vindur gerði kylfingum erfitt fyrir og fresta þurfti leik síðasta keppnisdag, laugardaginn 13. júlí. Þátttakendur í meistaramóti GÞ í ár voru 24 og kepptu þeir í 7 flokkum. Klúbbmeistarar GÞ 2024 eru Ástmundur Sigmarsson og Svava Skúladóttir. Sjá má öll úrslit í meistaramóti GÞ 2024 hér fyrir neðan: Meistaraflokkur karla: 1 Ástmundur Sigmarsson 313 (75 80 84 74) 2 Óskar Gíslason 338 (84 90 89 75) 3 Svanur Jónsson 347 (86 87 90 84) 4 Brynjólfur Þórsson 407 (79 81 87 160) Meistaraflokkur kvenna: 1 Svava Skúladóttir 286 (94 91 101) 2 Erla Adolfsdóttir 299 (100 94 105) 3 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 31. 2024 | 20:00
Ólympíuleikar 2024: Hvaða karlkylfingar eru líklegastir til að hljóta gull? (seinni grein)
Nú fer Ólympíukeppnin í golfi að byrja á morgun. 60 karlkylfingar slást um gull, silfur og brons. Í fyrri grein voru taldir upp þeir 10 kylfingar sem Golf1.is telur líklegustu kandídata til þess að hljóta Ólympíugullið – Gott ef allir þeir, sem lenda í verðlaunasætum á Olympíuleikunum, hafi ekki verið taldir í þeirri grein. En það þarf þó ekki að vera. Það er alltaf smá vafi – það er einfaldlega mikið af hæfileikaríkum kylfingum og hér verða taldir aðrir 10 sem Golf 1 telur líklega til að lenda á verðlaunapalli og aðrir 5, sem e.t.v. er fjarstæðukenndara að þeir lendi þar, en gætu komið á óvart. Hvað sem öðru líður Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 31. 2024 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Peter A.C. Senior –– 31. júlí 2024
Afmæliskylfingur dagsins er Peter Albert Charles Senior. Hann er fæddur 31. júlí 1959 í Singapore og fagnar því 65 ára afmæli sínu í dag. Senior gerðist atvinnumaður í golfi 1978. Hann hefir aðallega spilað á Ástralasíutúrnum (ens.: PGA Tour of Australasia). Samtals hefir Senior sigrað í 35 alþjóðlegum mótum á golfferli sínum; þ.á.m á hann.: 21 sigur á Ástralasíutúrnum, 4 sigra á Evróputúrnum og 3 sigra á Japan Golf Tour. Senior býr á Hope Island í Queensland ásamt eiginkonu sinni June, sem hann kvæntist 1984. Þau eiga 3 uppkomin börn: Krystlle, Jasmine og Mitchell. Senior finnst gaman að lesa og veiða í frístundum sínum og verja tíma með fjölskyldunni. Aðrir frægir kylfingar Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024