Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 29. 2024 | 07:00

PGA: Loksins sigraði Jhonattan Vegas aftur eftir 7 ára sigurleysi!!!

Jhonattan Vegas frá Venezuela sigraði á móti vikunnar á PGA Tour, 3M Open, sem fram fór í Blaine, MN, dagana 25.-28. júlí 2024. Þetta er fyrsti sigur Vegas í 7 ár, en síðast sigraði hann á PGA mótaröðinni árið 2017. Þetta er jafnframt 4. sigur Vegas á PGA. Sigursins þarfnaðist hann sárlega til þess að halda spilaréttindum sínum á PGA mótaröðinni. Sigurskor Vegas var 17 undir pari, 267 högg (68 66 63 70). Hann átti 1 högg á þann sem kom næstur þ.e. Max Greyserman, frá Bandaríkjunum, sem ekki telst meðal þekktustu kylfinga á PGA Tour. Fyrir sigurinn hlaut Vegas auk spilaréttind $1,458,000 (u.þ.b. IKR 207 milljónir). Sjá má lokastöðuna Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 28. 2024 | 18:00

Ólympíuleikar 2024: Hvaða karlkylfingar eru líklegastir til að hljóta gull? (fyrri grein)

Ólympíukeppni karla í golfi hefst á fimmtudaginn á Le Golf National í París. Keppendur eru 60 og spilaðar verða 72 holur með höggleikskeppnisfyrirkomulagi. Af þessum 60 eru 4 bandarískir kylfingar: Scottie Scheffler, Xander Schauffele, Collin Morikawa og Wyndham Clark. Nokkrir af evrópsku kylfingunum hafa meiri reynslu en aðrir af Le Golf National, vegna þátttöku þeirra á Evróputúrnum og þ.a.l. mótum sem þeir hafa spilað á vellinum og sumir voru og í Ryderbikarsliði Evrópu 2018, þegar mótið fór einmitt fram á Le Golf National í París. Meðal þeirra er Tommy Fleetwood, Alex Noren, Rory McIlroy, John Rahm og Thorbjörn Olesen. Le Golf National er langt frá því að vera paradís þeirra Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 28. 2024 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Moriya Jutanugarn – 28. júlí 2024

Afmæliskylfingur dagsins er thaílenski kylfingurinn Moriya Jutnugarn (thaílenska: โมรียา จุฑานุกาล)  Hún er fædd 28. júlí 1994 og fagnar því 30 ára stórafmæli í dag. Hún er 1,55 m á hæð og 62 kg. Moriya gerðist atvinnumaður í golfi 2012. Árið 2009, var Moriya fyrsti kvenkylfingurinn til þess að sigra á Duke of York Young Champions Trophy. Í kjölfarið árið 2012 gerðist hún atvinnumaður í golfi. Hún hefir spilað á LPGA frá árinu 2013 og hefir sigrað þar tvívegis. Árið 2013 var hún m.a. nýliði ársins á LPGA.  Besti árangur hennar í risamótum er T-3 árangur í Evían, árið 2017. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Hinrik Gunnar Hilmarsson, Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 28. 2024 | 07:00

PGA: Vegas leiðir á 3M Open f. lokahringinn

Það er Jhonnatan Vegas frá Venezuela, sem leiðir fyrir lokahringinn á móti vikunnar á PGA Tour, 3M Open. Mótið fer fram dagana 25.-28. júlí 2024 á TPC Twin Cities, í Blaine, Minnesota og lýkur í dag. Jhonnatan er búinn að spila á samtals 16 undir pari, 197 höggum (68 66 63). Hann verður að standa sig vel því það eru aðeins 5 mót eftir af tímabilinu og hann þarfnast sárlega sigurs til að vera öruggur um kortið sitt á PGA Tour. Jhonattan fæddist í Maturín, Venezuela 19. ágúst 1984 og er  því að verða 40 ára. Hann spilaði með golfliði University of Texas, gerðist atvinnumaður í golfi 2008 og fór Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 28. 2024 | 06:37

Íslandsmót golfklúbba: GKG varð Íslandsmeistari í 1. deild karla

Íslandsmót golfklúbba í 1. deild karla fór fram á Jaðarsvelli á Akureyri dagana 25.-27. júlí 2024.Í GKG og Keilir léku til úrslita um titilinn þar sem að GKG sigraði 4-1. Þetta er í 9. skipti sem GKG sigrar í efstu deild Íslandsmóts golfklúbba. Í undanúrslitum sigraði Keilir lið Golfklúbbs Reykjavíkur 3-2. GKG sigraði GA 4,5-0,5. Alls kepptu átta lið um Íslandsmeistaratitil golfklúbba 2024. Lokastaðan: 1. Golfklúbbur Kópavogs – og Garðabæjar, GKG 2. Golfklúbburinn Keilir, GK 3. Golfklúbbur Reykjavíkur, GR 4. Golfklúbbur Akureyrar, GA 5. Golfklúbbur Selfoss, GOS 6. Golfklúbbur Mosfellsbæjar, GM 7. Golfklúbbur Suðurnesja, GS 8. Golfklúbburinn Setberg, GSE Sjá má úrslit allra viðureigna á Íslandsmóti golfklúbba í 1. deild Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 28. 2024 | 06:00

European Young Masters: Ísland varð T-16

European Young Masters fór fram dagana 25.-27. júlí 2024 á Penati golfstaðnum í Slóvakíu og lauk því í gær. Þátt tóku lið 29 þjóða. Fyrir hönd Íslands kepptu þau: Pamela Ósk Hjaltadóttir, GM; Eva Fanney Hjaltadóttir, GKG; Gunnar Þór Heimisson, GKG og Arnar Daði Svavarsson, GKG. Lið Íslands lauk keppni T-16 þ.e. deildi 16. sætinu með liði Portúgal og liði Póllands. Sjá má öll úrslit á European Young Masters með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 28. 2024 | 05:30

Íslandsmót golfklúbba: GM Íslandsmeistari í 1. deild kvenna 3. árið í röð!!!

Íslandsmót golfklúbba 2024 í 1. deild kvenna fór fram á Strandarvelli á Hellu dagana 25.27. júlí. Golfklúbbur Mosfellsbæjar sigraði og varði titlinn en GM hefur sigrað síðustu þrjú ár í röð. Í úrslitaleiknum léku GM og GK þar sem að GM sigraði 3,5 – 1,5.   Alls tóku sjö lið í 1. deild kvenna í keppninni um Íslandsmeistaratitil golfklúbba 2024. Liðunum var skipt í tvo riðla. Tvö efstu liðin úr hvorum riðli komust í undanúrslit. Til undanúrslita léku: GK – GR  3 – 2. GM – GKG  3,5 – 1,5. Ekkert lið féll úr efstu deild þar sem að sjö lið tóku þátt. Lokastaðan: 1. Golfklúbbur Mosfellsbæjar, GM 2. Golfklúbburinn Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 27. 2024 | 23:00

Evrópumót einstaklinga: Hulda Clara lauk keppni T-36

Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, núverandi Íslandsmeistari í höggleik, var sú eina af 3 íslenskum keppendum, sem komst í gegnum báða niðurskurði í kvennaflokki á Evrópumóti einstaklinga. Hún lauk keppni T-36; og spilaði samtals á 4 yfir pari, (75 72 74 71).  Flottur árangur þetta ef litið er til þess að Hulda Clara deildi neðsta sæti fyrir lokahringinn af þeim, sem náðu þeim árangri að fá að spila lokahringinn!!! Glæsilegt!!! Andrea Bergsdóttir, GKG & Hills Club og Perla Sól Sigurbergsdóttir, GR, tóku einnig þátt í mótinu, en komust ekki gegnum niðurskurði. Það var hin sænska Louise Rydquist, sem sigraði í mótinu en hún lék á 14 undir pari, 274 höggum (73 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 27. 2024 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (3/2024)

Nr. 1 Einn á ensku: „You are late for golf again Dave.“ „Yes, well being a Sunday, I had to toss a coin to see if I should go to church or go and play golf.“ „Okay, but why are you so late?“ Dave: „I had to toss it 20 times!“ Nr. 2 Annar á ensku: Q: Are you a scratch golfer? A: Yes I sure am, after each shot I scratch my head and wonder where my ball went. Nr. 3 Einn á íslensku: Eiginkonan: Þú verð allt of miklum tíma í að einbeita þér að golfi! Þú manst líklega ekkert eftir deginum, sem við trúlofuðum okkur? Eiginmaðurinn: Víst Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 27. 2024 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Björg Klausen —— 27. júlí 2024

Afmæliskylfingur dagsins er Björg Klausen. Björg fæddist 27. júlí 1954 og á því 70 ára merkisafmæli í dag. Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska Björgu til hamingju með afmælið hér að neðan Björg Klausen – Innilega til hamingju með 70 ára afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Örn Guðmundsson, 27. júlí 1952 (72 árs); Ólöf Jónsdóttir, 27. júlí 1970 (54 ára); Erla Björk Hjartardóttir, 27. júlí 1971 (53 ára); Stefán Fannar Sigurjónsson, 27. júlí 1972 (52 ára); Arnar Snær Jóhannsson, 27. júlí 1991 (33 ára); Golfklúbburinn Vestarr, 27. júlí 1995 (29 ára); Kristján Gíslason; Jordan Spieth, 27. júlí 1993 (31 árs) ….. og ….. Lesa meira