Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 24. 2024 | 09:00
Íslandsmótið 2024: Aron Emil hlaut Björgvinsskálina
Aron Emil Gunnarsson, GOS, var á lægst skori áhugakylfinga á Íslandsmótinu 2024 og fékk Björgvinsskálina í mótslok á Íslandsmótinu á Hólmsvelli í Leiru. Þetta er í fjórða sinn sem þessi viðurkenning er veitt. 2024: Aron Emil Gunnarsson, GOS 2023: Logi Sigurðsson, GS 2022: Kristján Þór Einarsson, GM 2021: Aron Snær Júlíusson, GKG Skálin er veitt til heiðurs Björgvini Þorsteinssyni en árið 2021 voru liðin 50 ár frá því að Björgvin varð í fyrsta sinn Íslandsmeistari í golfi. Björgvin varð síðar sexfaldur Íslandsmeistari og er næst sigursælasti kylfingur Íslandsmótsins í karlaflokki. Verðlaunagripinn hafði Björgvin Þorsteinsson ánafnað GSÍ en um er að ræða verðlaun sem Björgvin hlaut fyrir fyrsta Íslandsmeistaratitil sinn árið Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 24. 2024 | 07:00
GSE: Lovísa Huld og Hrafn klúbbmeistarar 2024
Meistaramót Golfklúbbs Setbergs í Hafnarfirði (GSE) fór fram dagana 7.-13. júlí sl. Þátttakendur, sem luku keppni í ár í meistaramóti GSE voru 117 og kepptu þeir í 15 flokkum. Klúbbmeistarar eru þau Lovísa Huld Gunnarsdóttir og Hrafn Guðlaugsson. Sjá má öll úrslit úr meistaramóti Golfklúbbsins Setbergs 2024 í Golfboxinu með því að SMELLA HÉR og þau helstu hér að neðan: Meistaraflokkur karla: 1 Hrafn Guðlaugsson 246 (69 70 72 35) 2 Haukur Már Ólafsson 255 (71 68 79 37) 3 Guðjón Henning Hilmarsson 262 (70 81 77 34) Meistaraflokkur kvenna: 1 Lovísa Huld Gunnarsdóttir 306 (86 89 87 44) 2 Högna Kristbjörg Knútsdóttir 309 (89 89 87 44) 3 Saga Ísafold Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 23. 2024 | 19:00
GVS: Heiður Björk og Helgi klúbbmeistarar 2024
Golfklúbbur Vatnsleysustrandar (GVS) var meðal fyrstu klúbba til að halda meistaramót nú í ár, en meistaramót klúbbsins fór fram dagana 26.-29. júní 2024. Þátttakendur í ár, sem luku keppni, voru 41 og kepptu þeir í 7 flokkum. Klúbbmeistarar GVS 2024 eru þau Heiður Björk Friðbjörnsdóttir og Helgi Runólfsson. Þetta er 5. árið í röð sem Heiður Björk verður klúbbmeistari kvenna í GVS og 4. árið í röð, sem Helgi hampar klúbbmeistaratitlinum! Sjá má öll úrslit meistaramóts GVS í Golfboxinu með því að SMELLA HÉR: og þau helstu hér að neðan: Meistaraflokkur karla: 1 Helgi Runólfsson 287 (73 73 72 69) 2 Jóhann Hrafn Sigurjónsson 307 (74 76 81 76) 3 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 23. 2024 | 17:50
GE: Halldóra Guðríður og Magnús klúbbmeistarar 2024
Golfklúbburinn Esja (GE) var sá fyrsti til að halda meistaramót sitt í ár og er meistaramótið eina mótið á mótaskrá GE. Það fór fram í Brautarholtinu dagana 13.-15. júní sl. og var spilaðar 12 holu höggleikur, nema í 1. flokki kvenna þar var 12 holu punktakeppni. Þátttakendur í ár voru 26 og var keppt í 4 flokkum. Klúbbmeistarar GE eru þau Halldóra Guðríður Gunnarsdóttir og Magnús Lárusson. Magnús hefir á m.a. áður orðið klúbbmeistari Golfklúbbsins Jökuls í Ólafsvík (GJÓ) árið 2015 og klúbbmeistari GE, árið 2020. Árin 2021 og 2022 voru ekki haldin meistaramót hjá GE. En þetta er 2. árið í röð sem Halldóra Guðríður verður klúbbmeistari kvenna í Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 23. 2024 | 17:00
Íslandsmótið 2024: Hulda Clara sú fyrsta sem fær Guðfinnubikarinn
Á Íslandsmótinu í golfi 2024 sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru 18.-21. júlí var keppt í fyrsta sinn um Guðfinnubikarinn sem er veittur þeim áhugakylfingi sem leikur á lægsta skori í kvennaflokki á Íslandsmótinu í golfi ár hvert. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, lék á besta skori áhugakylfings í kvennaflokki og er Íslandsmeistarinn 2024 í kvennaflokki sú fyrsta sem fær Guðfinnubikarinn. Bikarinn er veittur til heiðurs Guðfinnu Sigurþórsdóttur en hún er fyrsta konan sem fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í golfi í kvennaflokki árið 1967. Karen Sævarsdóttir, dóttir Guðfinnu, afhenti bikarinn á verðlaunaafhendingu Íslandsmótsins 2024 á Hólmsvelli í Leiru. Guðfinna varð þrívegis Íslandsmeistari í golfi, 1967, 1968 og 1971. Hún var í hópi Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 23. 2024 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Harris English —- 23. júlí 2024
Afmæliskylfingur dagsins er Harris English. Harris fæddist 23. júlí 1989 og er því 35 ára í dag! Harris þykir með hávaxnari mönnum á PGA en hann er 1,91 m á hæð. Hann hefir sigrað 8 sinnum á atvinnumannsferli sínum – spilar á PGA Tour og hefir sigrað 4 sinnum á þeirri mótaröð þ.e. í fyrsta skiptið á St. Jude Classic, 9. júní 2013 og síðan í annað sinn á OHL Classic í Mayakoba, 17. nóvember 2013. Síðan sigraði English á Sentry Tournament of Champions 10. janúar 2021 og sama ár á Travelers, þ.e. 27. júní 2021. Sjá má kynningu Golf 1 á afmæliskylfingnum með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 23. 2024 | 12:06
Opna breska 2024: Hvað var í sigurpoka Xander Schauffele?
Eftirfarandi verkfæri voru í golfpoka Xander Schauffele þegar hann sigraði á 152. Opna breska risamótinu: Dræver: Callaway Paradym Ai Smoke Triple Diamond (10.5 gráður @10.1) Skaft: Mitsubishi Diamana PD 70 TX (45.5 þummlungar) 3-tré: Callaway Paradym Ai Smoke Triple Diamond (15 degrees) Skaft: Mitsubishi Diamana PD 80 TX Járn: Mizuno MP-20 HMB (3 járn) Skaft: True Temper Dynamic Gold Tour Issue Mid X100 Callaway Apex TCB ’24 (4-10 járn) Skaft: True Temper Dynamic Gold Tour Issue X100 (4-10) Fleygjárn: Callaway Opus (52°-10S) Titleist Vokey Design SM10 Wedge (57°, 60°) Sköft: True Temper Dynamic Gold Tour Issue X100 Pútter: Odyssey O-Works Red #7 Putter Golfbolti: Callaway Chrome Tour Ball
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 22. 2024 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Sigrún Margrét Ragnarsdóttir – 22. júlí 2024
Afmæliskylfingur dagsins er Sigrún Margrét Ragnarsdóttir. Sigrún Margrét er fædd 22. júlí 1942 og á því 82 ára afmæli í dag. Sigrún Margrét er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Hún varð m.a. Íslandsmeistari 65+ í kvennaflokki 2016 og 2013 og 5 ár þar á undan í höggleik án forgjafar og með forgjöf í 4 skipti. Hún varð í 2. sæti á Íslandsmóti 65+ 2017. Í ár 2019 varð Sigrún Margrét síðan T-6 á meistaramóti Keilis í flokki kvenna 75+. Þess mætti geta að Sigrún er ekki aðeins ein af Golfdrottningum Keilis heldur einnig fegurðardrottning Íslands 1960. Hún er frábær í golfi, gullfalleg og er þar að auki bæði skemmtileg og Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 22. 2024 | 07:00
Íslandsmótið 2024: Hversu margir voru ernirnir?
Á nýafstöðnu Íslandsmóti í höggleik fengu þeir keppendur, sem spiluðu alla 4 keppnishringi samtals 20 erni. Karlkylfingar fengu 17 erni og kvenkylfingar 3 erni. Aðeins 2 keppendur Böðvar Bragi Pálsson GR og Birgir Björn Magnússon GK, fengu 2 erni, hvor. Fyrir þá sem ekki vita hvað örn er, þá er það kallað örn að spila golfbraut á 2 undir pari. Dæmi: Ef par brautar er 5, þá kallast það örn að spila brautina á 3 höggum. Ef par brautar er 4, kallast það örn ef brautin er spiluð á 2 höggum og eins er það kallað örn ef par brautar er 3 og boltinn fer í holu eftir aðeins 1 slegið högg. Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2024 | 19:30
Afmæliskylfingur dagsins: Magnús Birgisson – 21. júlí 2024
Einn besti og ástsælasti golfkennari landsins, Magnús Birgisson, á afmæli í dag en hann er fæddur 21. júlí 1959 og því 65 ára stórafmæli!!! Magnús er flestum kylfingum landsins að góðu kunnur, m.a vegna golfkennarastarfa sinna á Costa Ballena á Spáni (þar sem hann kennir golf í hópi einvala liðs golfkennara, þ.e. ásamt Ragnhildi Sigurðardóttur og Herði Arnarsyni ) Það er kunnara en frá þurfi að segja að Magnús kemur úr stórri golffjölskyldu en allir í kringum hann, eiginkonan, synir, systur, móðir, frænkur og frændur eru í golfi. Magnús er kvæntur Ingibjörgu Guðmundsdóttur, eiganda golfvörufyrirtækisins hissa.is, en á boðstólum fyrirtækisins eru ýmsar frábærar vörur fyrir golfara m.a. birdiepelar, flatarmerki, flatargaflar, Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024