Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2024 | 19:00
Opna breska 2024: Xander Schauffele sigraði!
Það var bandaríski kylfingurinn Xander Schauffele, sem stóð uppi sem sigurvegari á Opna breska 2024. Mótið fór fram á Royal Troon GC, Ayrshire, í Skotlandi dagana 18.-21. júlí og lauk því í dag. Sigurskor Schauffele var samtals 9 undir pari, 275 högg (69 72 69 65). Fyrir sigurinn hlaut Schauffele €2,846,593.60 (u.þ.b. IKR 427 milljónir). Xander Schauffele er fæddur 25. október 1993 og því 30 ára. Hann spilaði í bandaríska háskólagolfinu á sínum tíma með liðum tveggja háskóla: California State University Long Beach og San Diego State University. Schauffele gerðist atvinnumaður í golfi 2015. Hann spilar bæði á Evróputúrnum (hefir sigrað 4 sinnum þar ) og á PGA Tour (hefir Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2024 | 18:00
Íslandsmótið 2024: Aron Snær og Hulda Clara Íslandsmeistarar!!!
Það eru Aron Snær Júlíusson og Hulda Clara Gestsdóttir, bæði úr GKG, sem eru Íslandsmeistarar í höggleik 2024. Þau endurtóku leikinn frá því á Akureyri 2021, þegar þau bæði urðu Íslandsmeistarar þar. Sigurskor Aron Snæs var 14 undir pari, 270 högg (65 68 68 69). Sigurskorið er jafnframt mótsmet, en hið fyrra var 12 undir pari hjá körlunum. Næstur Aroni var nafni hans Aron Emil Gunnarsson, GOS, 2 höggum á eftir, á samtals 12 undir pari og jafnir í 3. -4. sæti voru þeir Böðvar Bragi Pálsson, GR og Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, á samtals 9 undir pari. Sigurskor Huldu Clöru var samtals 5 yfir pari, 289 högg (72 71 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2024 | 07:00
Opna breska 2024: Horschel leiðir fyrir lokahringinn
Það er bandaríski kylfingurinn Billy Horschel, sem leiðir fyrir lokahring Opna breska. Horschel er búinn að spila á samtals 4 undir pari, 209 höggum (72 68 69). Fast á hæla Horschel, aðeins 1 höggi á eftir, eru hvorki fleiri né færri en 6 kylfingar þeir Tristan Lawrence frá S-Afríku; Justin Rose og Daniel Brown frá Englandi og Bandaríkjamennirnir Xander Schauffele, Russell Henley og Sam Burns. Einn í 8. sæti er svo Scottie Scheffler, 2 höggum á eftir Horschel. Þetta er 152. Opna breska og fer fram á Royal Troon vellinum í Skotlandi. Sjá má stöðuna á 152. Opna breska með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2024 | 20:00
Golfgrín á laugardegi (2/2024)
Tveir kylfingar koma að par 3 braut í mikilli rigningu. Brautin liggur yfir á. Kylfingarnir sjá tvo stangveiðimenn setja stangirnar sínar í vatnið. Annar kylfingurinn segir þá við hinn: „Sjáðu þessa tvo vitleysinga. Þeir eru að veiða í grenjandi rigningu!“
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2024 | 18:00
Íslandsmótið: Gunnlaugur Árni setti nýtt vallarmet á 3. keppnisdegi – 63 glæsihögg!!!
Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG, gerði sér lítið fyrir og setti nýtt vallarmet í Leirunni á Íslandsmótinu í höggleik á 3. keppnisdegi mótsins – 63 glæsihögg!!! Samtals er Gunnlaugur Árni búinn að spila á 11 undir pari 202 höggum (70 69 63). Hann deilir sem stendur 2. sætinu ásamt Aron Emil Gunnarssyni, úr Golfklúbbi Selfoss (GOS), en báðir eru þeir 1 höggi á eftir forystumanni 3. dags Aroni Snæ Júlíussyni, sem leiðir, enda búinn að spila jafnt og gott golf (65 68 68). Búið er að setja nýtt vallarmet á hverjum degi Íslandsmótsins, sem hlýtur að vera met í sjálfu sér! Í kvennaflokki leiða þær Eva Kristinsdóttir, GM og Ragnhildur Kristinsdóttir, Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2024 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Ragnhildur Rósa – 20. júlí 2024
Afmæliskylfingur dagsins er Ragnildur Rósa Guðmundsdóttir. Hún er fædd 20. júlí 1984 og fagnar því 40 ára stórafmæli í dag. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Fred „Butch“ Baird 20. júlí 1936 (88 ára); Betty Burfeindt, 20. júlí 1945 sigurvegari LPGA Championship (79 ára); Þórleifur Gestsson, 20. júlí 1966 (58 ára); Áslaug Friðriksdóttir, 20. júlí 1968 (56 ára); Thomas Cregg Scherrer, 20. júlí 1970 (54 ára); Sophie Sandolo 20. júlí 1976 (48 ára); James Bongani Kamte, 20. júlí 1982 (42 ára); Baldur Friðberg Björnsson, 20. júlí 1990 (34 ára ); Birgitta R Birgis; Ultra-Mega Technobandið Stefán (33 ára); Henning Darri Þórðarson, 20. júlí 1998 (26 ára) …. og Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 19. 2024 | 23:41
Íslandsmótið 2024: Böðvar Bragi og Ragnhildur efst í hálfleik
Nýkrýndur klúbbmeistari GR, Böðvar Bragi Pálsson hefir naumt forskot á þá Sigurð Arnar Garðarson og Aron Snæ Júlíusson, Böðvar Bragi hefir spilað á samtals 10 undir pari, 132 höggum (68 64) og á 1 högg á þá sem næstir koma. Skor hans í dag á 2. keppnisdegi Íslandsmótsins, 64 högg, er jafnframt nýtt vallarmet í Leirunni. Glæsilegur!!! Hjá konunum leiðir Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, setti nýtt vallarmet af kvennateigum þegar hún spilaði á 67 glæsihöggum í dag. Samtals hefir Ragnhildur spilað á 1 undir pari, 141 höggi (74 67). Huldar Clara Gestsdóttir, GKG og Eva Kristinsdóttir koma næstar 2 höggum á eftir Ragnhildi á samtals 1 yfir pari, hvor Hulda Clara Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 19. 2024 | 17:57
Afmæliskylfingur dagsins: Sighvatur Cassata – 19. júlí 2024
Afmæliskylfingur dagsins er Sighvatur Blöndahl Frank Cassata. Sighvatur er fæddur 19. júlí 1954 og á því 60 ára merkis-afmæli í dag!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Arnfinna Björnsdóttir, 19. júlí 1942 (82 ára); Sighvatur Blöndahl Frank Cassata 19. júlí 1954 (60 ára MERKISAFMÆLI!!!); Signhild Birna Borgþórsdóttir, 19. júlí 1963 (61 árs); Bethan Popel, 19. júlí 1995 (29 ára); Einhleypir Síða Fyrir Ykkur… og … Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og kylfingum, sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 19. 2024 | 17:49
Íslandsmótið 2024: Eva efst í kvennaflokki eftir 1. dag!
Eva Kristinsdóttir, Golfklúbbi Mosfellsbæjar, er efst í kvennaflokki eftir fyrsta keppnisdaginn af alls fjórum, en hún lék Hólmsvöll í Leiru á 69 höggum eða 2 höggum undir pari. Hún er með þriggja högga forskot á næstu keppendur. Perla Sól Sigurbrandsdótir, GR, og Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, eru jafnar á 72 höggum eða einu höggi yfir pari vallar. Perla Sól og Hulda Clara hafa báðar fagnað Íslandsmeistaratitlinum. Hulda Clara árið 2021 á Jaðarsvelli á Akureyri og Perla Sól í Vestmanneyjum árið 2022. Helga Grímsdóttir, GKG, lék vel í dag og er hún í fjórða sæti á einu höggi yfir pari vallar, eða 73 höggum. Eva varð í þriðja sæti á Íslandsmótinu Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 18. 2024 | 22:00
Afmæliskylfingur dagsins: Sir Nick Faldo —– 18. júlí 2024
Afmæliskylfingur dagsins er Nick Faldo. Faldo er fæddur 18.júlí 1957 og á því 67 ára afmæli í dag, þ.e. orðinn löggilt gamalmenni! Hann gerðist atvinnumaður í golfi 1976 eða fyrir 46 árum og hefir á ferli sínum sigrað í 40 mótum þ.á.m. 6 risamótum og 9 sinnum á PGA og 30 sinnum á Evróputúrnum. Sigrarnir hans 30 gera hann að þeim kylfingi sem er í 5. sæti yfir þá sem oftast hafa sigrað á evrópsku mótaröðinni. Einkalíf kylfingsins frábæra er flókið en hann er mikill kvennamaður. Um það hefir greinarhöfundur áður birt eftirfarandi grein um aðlaða afmælisbarnið: Hann kynntist fyrstu eiginkonu sinni, Melanie Rockall, þegar hann var 21 árs. Þau Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024