Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 15. 2024 | 08:00

Ás á Spáni í 86 ára afmælisferð!

Í mars sl. fór Svanberg Kristinsson, GA, í ferð til Spánar til að fagna 86 ára afmæli sínu. Í ferðinni með honum voru 5 synir hans: Halldór, Þórður, Gunnar, Kristinn H. og Sigurjón M.. Plantino golfvöllurinn í Alicante var m.a. spilaður og á par-3 186 m löngu 7. brautinni fór Svanberg holu í höggi!!! Þetta er í fyrsta skipti sem Svanberg nær draumahögginu og fagnaði hann að vonum mikið. Golf 1 óskar Svanberg innilega til hamingju með ásinn og inngönguna í Einherjaklúbbinn!!! Heimild og mynd; skapti@akureyrinet.is


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2024 | 22:00

Afmæliskylfingur dagsins: Birgir Björnsson – 14. júlí 2024

Afmæliskylfingur dagsins er Birgir Björnsson. Birgir er fæddur Bastilludaginn, 14. júlí 1978 og á því 46 ára stórafmæli í dag!!! Hann er menntaður kylfusmiður og starfar í Hraunkoti í Golfklúbbnum Keili, en Birgir er auk þess feykigóður kylfingur. Hann heldur úti frábærri golfsíðu, Golfkylfur.is sem komast má á með því að SMELLA HÉR: Birgi hlotnaðist sá heiður að vera sæmdur silfurmerki Golfklúbbsins Keilis í maí 2017 á 50 ára afmælisári klúbbsins vegna starfa sinna í þágu klúbbsins. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Birgir Bjornsson (46 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2024 | 14:00

GK: Anna Sólveig og Axel klúbbmeistarar 2024

Meistaramót Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði fór fram dagana 7.-13. júlí og lauk því í gær. Þátttakendur, sem luku keppni voru 338 og kepptu þeir í 24 flokkum. Meistaramót barna fór síðan fram á Sveinkotsvelli og verður niðurstöðum þar einnig gerð skil hér. Klúbbmeistarar GK 2024 eru þau Anna Sólveig Snorradóttir og Axel Bóasson. Þess mætti geta að þetta er 3. árið í röð, sem Anna Sólveig verður klúbbmeistari kvenna í GK, en alls hefir hún unnið titilinn 4 sinnum, þ.e. 2023, 2022,  2019 og nú 2024.  Þetta er einnig 4. klúbbmeistaratitill Axels, en hann vann titilinn 2014, 2016, 2018 og nú 2024 (sléttu árin virðast vera lukku ár hjá Axel!) Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2024 | 12:00

GV: Sóley og Kristófer Tjörvi Vestmannaeyjameistarar 2024!

Meistaramót Golfklúbbs Vestmannaeyja fór fram dagana 10.-13. júlí 2024. Þátttakendur, sem luku keppni í ár voru 90  og spiluðu þeir í 11 flokkum. Vestmannaeyjameistarar 2024 eru þau Sóley Óskarsdóttir og Kristófer Tjörvi Einarsson. Kristófer Tjörvi setti glæsilegt mótsmet – lék á samtals 9 undir pari; en þar skipti mestu feykigóður 1. hringur hans upp á 65 glæsihögg!!! Eyjamenn hafa löngum átt gríðarsterka kylfinga og því ekki að undra að 15 þátttakendur meistaramótsins séu í meistaraflokki eða 1/6 hluti þátttakenda. Sjá má öll úrslit í meistaramóti GV 2024 í Golfboxinu með því að SMELLA HÉR: og þau helstu hér að neðan: Meistaraflokkur karla: 1 Kristófer Tjörvi Einarsson 271 (65 70 69 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2024 | 10:00

GKG: Karen Lind og Ragnar Már klúbbmeistarar 2024

Meistaramót Golfklúbbs Kópavogs- og Garðabæjar (GKG) fór fram dagana 6.-13. júlí 2024. Klúbbmeistarar GKG 2024 eru þau Karen Lind Stefánsdóttir og Ragnar Már Garðarsson. Eftir 72 holur voru þeir jafnir Ragnar Már Garðarsson og Aron Snær Júlíusson, en báðir höfðu spilað á sléttu pari og varð því að koma til bráðabana, þar sem Ragnar hafði betur. Sjá má öll úrslit í Golfboxinu með því að SMELLA HÉR: en þau helstu verða birt hér að neðan: Meistaraflokkur karla: 1 Ragnar Már Garðarsson 213 (70 69 74) 2 Aron Snær Júlíusson 213 (69 72 72) 3 Magnús Yngvi Sigsteinsson 218 (69 77 72) Meistaraflokkur kvenna: 1 Karen Lind Stefánsdóttir 231 (77 75 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2024 | 08:00

GO: Hrafnhildur og Rögnvaldur klúbbmeistarar 2024

Meistaramót Golfklúbbsins Odds fór fram dagana 6. -13. júlí 2024 og lauk því í gær. Þátttakendur í ár, sem luku keppni voru 358 og spiluðu þeir í 24 flokkum. Klúbbmeistarar GO 2024 eru þau Hrafnhildur Guðjónsdóttir og Rögnvaldur Magnússon. Þess mætti geta að þetta er í 6. sinn sem Hrafnhildur og Rögnvaldur verða klúbbmeistarar GO, en þau hafa áður orðið klúbb- meistarar GO árin 2016-2019 og 2021 – Glæsileg! Sjá má öll úrslit í Meistaramóti GO 2024 í Golfboxinu með því að SMELLA HÉR;  SMELLA HÉR ; og SMELLA HÉR – þau helstu hér að neðan: Meistaraflokkur karla 1 Rögnvaldur Magnússon 231 (76 74 81) 2 Bjarki Þór Davíðsson 239 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 13. 2024 | 21:20

GR: Helga Signý og Böðvar – Systkini klúbbmeistarar 2024!!!

Þau endurtóku leikinn frá árinu 2022!!! Systkinin Helga Signý og Böðvar Pálsbörn eru klúbbmeistarar stærsta og elsta golfklúbbs landsins, Golfklúbbs Reykjavíkur. Þátttakendur í ár, sem luku keppni voru 552 og kepptu í 32 flokkum. Meistaramót GR er það langfjölmennasta á Íslandi og líklega er þetta met í þátttökufjölda, því í fyrra luku keppni 535 hjá GR í meistaramótinu og árið 2022 519; og í ár því fjölgun um 17 og 33 frá árinu 2022. Sjá má öll úrslit í Golfboxinu með því að SMELLA HÉR;  SMELLA HÉR; SMELLA HÉR og SMELLA HÉR. Helstu úrslit má sjá hér fyrir neðan: Meistaraflokkur karla: 32 1 Böðvar Bragi Pálsson -9 277 (65 72 71 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 13. 2024 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (1/2024)

Nr. 1 Ólafur hefur reynt að spila yfir vatnshindrun í margar vikur. Í hvert skipti lendir boltinn í vatninu. Til að spara peninga ætlar Ólafur næst að nota gamlan golfbolta. Þegar hann er að tía upp heyrir hann sagt þrumandi röddu frá himnum: „Taktu nýjan bolta!“ Ólafur þorir ekki öðru en að taka nýjan bolta og tía hann upp. „Taktu prufusveiflu,“ segir röddin. Ólafur tekur prufusveifluna. Röddin segir þá: „Tíaðu frekar upp gamla boltann!“ Nr. 2


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 13. 2024 | 17:00

GB: Margrét Katrín og Hlynur Þór klúbbmeistarar 2024

Meistaramót Golfklúbbs Borgarness fór fram dagana 4.-6. júlí sl. Það voru 67 skráðir til keppni í mótinu og kepptu þeir í 12 flokkum. Klúbbmeistarar GB árið 2024 eru þau Margrét Katrín Guðnadóttir og Hlynur Þór Stefánsson. Sjá má öll úrslit í Golfboxinu með því að SMELLA HÉR: og þau helstu hér að neðan: Meistaraflokkur karla: 1 Hlynur Þór Stefánsson 339 högg (86 92 80 81) 2 Jón Örn Ómarsson 342 högg (84 82 87 89) 3 Rafn Stefán Rafnsson 346 högg (81 84 86 95) 4 Sigurður Eggert Sigurðarson 349 högg (84 84 86 95) 1. flokkur kvenna: 1 Margrét Katrín Guðnadóttir 364 högg (91 90 88 95) 2 Sigfríður Sigurðardóttir Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 13. 2024 | 16:20

Evrópumót landsliða: Karlalið Íslands tryggði sér sæti í 1. deild!

Evrópumót karlalandsliða fer fram í Krakow Valley Golf & Country Club, í Póllandi. Krakow Valley G&CC  er 160 hektara golfvöllur hannaður af Kaliforníumanninum Ronald Fream, sem hóf feril sinn 1966 í teymi  golfvallahönnuðagoðsagnarinnar Robert Trent Jones. Völlurinn er par-72 og, 6.518 m af öftustu teigum. Karlalandslið Íslands er svo skipað: Aron Emil Gunnarsson, GOS Dagbjartur Sigurbrandsson, GR Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG Daníel Ísak Steinarsson, GK Logi Sigurðsson, GS Tómas Eiríksson Hjaltested, GR Þjálfari: Þorsteinn Hallgrímsson Sjúkraþjálfari: Bjarni Már Ólafsson Tíu þjóðir hófu leik í 2. deild: Belgía, Króatía, Tékkland, Grikkland, Ungverjaland, Ísland, Litháen, Pólland, Slóvakía og Slóvenía. Fyrstu tvo keppnisdagana var leikinn höggleikur – þar sem að Ísland endaði í Lesa meira