Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 13. 2024 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sóley Elíasdóttir – 13. júlí 2024

Afmæliskylfingur dagsins er Sóley Elíasdóttir, leikkona og eigandi Soley snyrtivörufyrirtækisins. Sóley er fædd 13. júlí 1967 og á því 57 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska Sóleyju til hamingju með afmælið Sóley Elíasdóttir Sóley Elíasdóttir 57 ára – Innilega til hamingju með afmælið! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Sumarlína Ehf (94 ára); Ian Stanley Palmer, 13. júlí 1957 (67 ára); Tyson Alexander, 13. júlí 1988 (36 ára) … og … Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 13. 2024 | 09:00

Evróputúrinn: Åberg leiðir í hálfleik á Opna skoska

Mót vikunnar á Evróputúrnum er Genesis Opna skoska. Það fer fram í The Renaissance Club, North Berwick, Skotlandi, dagana 11.-14. júlí 2024. Mótið er stjörnum prýtt, enda líta margir toppkylfingar á það sem ágæta upphitun fyrir Opna breska. Í hálfleik leiðir sænski kylfingurinn Ludvig Åberg. Sjá má eldri kynningu Golf1 á Åberg með því að SMELLA HÉR:  Åberg er samtals búinn að spila á 12 undir pari. Í 2. sæti Antoine Rozner (11 undir pari) og 3. sætinu deila þeir Sungjae Im og Matteo Manassero á samtals 10 undir pari, hvor. Jafnir í 5. sæti eru síðan: Collin Morikawa, Rory McIlroy, Sahith Theegala, Rasmus Højgaard, Alex Noren, Alejandro Del Ray , Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 13. 2024 | 08:00

GBB: Kristjana og Sigmundur Freyr klúbbmeistarar 2024

Meistaramót Golfklúbbs Bíldudals (GBB) fór fram 4.-6. júlí sl. Þátttakendur í ár, sem luku keppni voru 16 og kepptu þeir í 2 flokkum: karla- og kvennaflokki. Klúbbmeistarar GBB árið 2024 eru þau Kristjana Andrésdóttir og Sigmundur Freyr Karlsson. Sjá má öll úrslit í Golfboxinu með því að SMELLA HÉR: og þau helstu hér að neðan: Konur: 1 Kristjana Andrésdóttir 195 (98 97) 2 Lára Þorkelsdóttir 198 (103 95) 3 Hrefna Stefánsdóttir 202 (107 95) Karlar: 1 Sigurmundur Freyr Karlsson 168 (84 84) 2 Jens Bjarnason 172 (91 81) 3 Hlynur Aðalsteinsson 176 (90 86) Í aðalmyndaglugga: Kristjana Andrésdóttir, klúbbmeistari kvenna í GBB 2024.


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 12. 2024 | 17:00

GHG: Fannar Ingi og Harpa Rós klúbbmeistarar 2024

Meistaramót Golfklúbbs Hveragerðis (GHG) fór fram dagana 3.-6. júlí 2024. Þátttakendur sem luku keppni að þessu sinni voru 48 og kepptu þeir í 13 flokkum. Klúbbmeistarar GHG eru þau Fannar Ingi Steingrímsson og Harpa Rós Björgvinsdóttir. Sjá má öll úrslit í Golfboxinu með því að SMELLA HÉR: og þau helstu hér að neðan: Meistaramót karla: 1 Fannar Ingi Steingrímsson 289 (74 70 73 72) 2 Ólafur Dór Steindórsson 307 (77 77 76 77) 3 Einar Lyng Hjaltason 313 (79 82 80 72) 1 flokkur kvenna: 1 Harpa Rós Björgvinsdóttir 377 (95 92 93 97) 2 Ingibjörg Mjöll Pétursdóttir 381 (93 97 94 97) 3 Inga Dóra Konráðsdóttir 400 (102 97 102 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 12. 2024 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Tristan Arnar Beck – 12. júlí 2024

Afmæliskylfingur dagsins er Tristan Arnar Beck. Tristan Arnar er fæddur 12. júlí 2002 og á því 22 ára afmæli í dag. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a. : Paul Runyan, f. 12. júlí 1908- d. 17. mars 2002; Heimilisiðnaðar-félag Íslands Heimilisiðnaðarskólinn (111 ára); Kristín Gróa Gunnbjörnsdóttir, 12. júlí 1952 – 11. febrúar 2017 (hefði orðið 72 ára í dag!!!) Austfirskir Sjómenn 12. júlí 1965 (59 ára); Robert Allenby 12. júlí 1971 (53 ára); Sumartónleikar Í Skálholtskirkju 12. júlí 1975 (49 ára); Alexander Norén, 12. júlí 1982 (42 ára); Sophie Giquel-Bettan, 12. júlí 1982 (42 ára); Isabella Ramsay (sænsk) 12. júlí 1987 (37 ára); Inbee Park, 12. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 12. 2024 | 14:00

GD: Anna og Anthony Karl klúbbmeistarar 2024

Meistaramót Golfklúbbs Dalbúa (GD) fór fram  5. og 6. júlí sl. Þátttakendur í ár voru 66 og spiluðu þeir í 3 flokkum. Klúbbmeistarar GD 2024 eru þau Anna Svandís Helgadóttir og Anthony Karl Flores . Sjá má öll úrslit í Golfboxinu með því að SMELLA HÉR: og þau helstu hér að neðan: Þess mætti geta að keppt var í einum meistaraflokki en hann verður brotinn hér upp í karla – og kvenmeistaraflokk: Meistaraflokkur karla 1 Anthony Karl Flores 168 (87 81) 2 Oddgeir Sæmundur Sæmundsson 185 (92 93) 3 Arnar Olsen Richardsson 188 (99 89) Meistaraflokkur kvenna: 1 Anna Svandís Helgadóttir 210 (105 105) 2 Margrét Björk Jóhannsdóttir 210 (100 110) Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 12. 2024 | 12:00

GM: Björn Óskar með albatross!

Á Facebook síðu Golfklúbbs Mosfellsbæjar gefur að finna eftirfarandi frétt: „Hann Björn Óskar Guðjónsson gerði sér lítið fyrir á lokadegi í meistaramóti og skellti í Albatros á 5. braut á Hlíðavelli. Við ætluðum að sjálfsögðu að vera löngu búin að segja frá því en stanslausar fréttir af holu í höggi hafa aðeins truflað það 🙂 Hér að neðan lýsir Björn Óskar þessu glæsilega höggi; „Ég spilaði holuna svona: baby fade með drivernum sem endaði á braut þar sem ég átti 198 metra í stöngina. Það var smá gola með þannig að ég bað kylfisveininn (Elís) um 4 járnið. Ég vissi að boltinn skoppar oftast til vinstri á þessu gríni þannig Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 12. 2024 | 09:30

Eva sigraði á golfmóti lækna

Þann 5. júlí sl. héldu læknar lokað mót í Brautarholtinu. Alls luku 23 læknar keppni og það, sem var sérstakt fagnaðarefni, var að þar af voru 5 kvenlæknar. Ekki aðeins það; heldur sigraði einn kvenlæknirinn  í punktakeppni, nefnilega Eva Albrechtsen, með 34 punkta. Úrslit urðu  eftirfarandi: 1 Eva Albrechtsen 34 pkt 2 Sigurður Guðjónsson 31 pkt 3 Dagur Ólafsson 31 pkt 4 Inga Þórarinsdóttir 30 pkt 5 Guðlaugur Sveinsson 28 pkt 6 Jón Þrándur Steinsson 28 pkt. 7 Sigríður Sveinsdóttir 27 pkt. 8 Hjalti Már Þórisson 27 pkt. 9 Ásgerður Sverrisdóttir 27 pkt. 10 Unnar Óli Ólafsson 27 pkt. 11 Ólafur Ó. Guðmundsson 25 pkt. 12 Kristín Þórisdóttir 24 pkt. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2024 | 23:04

GK: Ingvar fyrstur með ás á 17.!

Það var Ingvar Ingvarsson, GK, sem var fyrstur til að fara holu í höggi á 17. braut Hvaleyrarvallar. Höggið góða sló hann fyrir nákvæmlega mánuði síðan, 11. júní 2024, meðan Golf1 var enn í lamasessi af völdum „hakk“þrjóta. Sautjánda braut mælist 137 metrar. Ingvar sló með 7. járni og var með vindinn í fangið. Golf 1 óskar Ingvari innilega til hamingju með draumahöggið!


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2024 | 21:00

GM: Kristján Þór og Berglind Erla klúbbmeistarar 2024

Meistaramót GM fór fram dagana 30. júní – 6. júlí 2024. Á fyrsta keppnisdegi var veðrið krefjandi en næstu daga var logn, sól og blíða. Þátttakendur í meistaramótinu að þessu sinni, sem luku keppni, voru 355 og spiluðu þeir í 23 flokkum. Klúbbmeistarar GM urðu Berglind Erla Baldursdóttir og Kristján Þór Einarsson  Kristján bætti m.a. vallarmetið þegar hann lék á 64 höggum, 2. keppnisdag. Sjá má öll úrslit í meistaramóti GM í Golfboxinu með því að SMELLA HÉR: (253) SMELLA HÉR: (42) SMELLA HÉR: (15)og SMELLA HÉR: (45)  þau helstu hér að neðan: Meistaraflokkur karla: 1 Kristján Þór Einarsson 17 undir pari, 267 högg (67 64 66 70) 2 Björn Óskar Guðjónsson  14 undir pari 270 Lesa meira