Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2024 | 16:15

GÖ: Karítas Líf og Guðjón Bragason klúbbmeistarar 2024

Meistaramót GÖ fór fram dagana 4.-6. júlí 2024 Þátttakendur, sem luku keppni,  að þessu sinni voru 139 og léku þeir í 12 flokkum. Klúbbmeistarar GÖ 2024 eru þau  Karitas Líf Ríkardsdóttir ( 241 högg) og  Guðjón G. Bragason klúbbmeistari karla  (228 högg). Þess mætti geta að 50 ára afmælismót GÖ fer fram 13. júlí n.k. Sjá má öll úrslit í meistaramóti GÖ í Golfboxinu með því að SMELLA HÉR: og þau helstu hér að neðan: Meistaraflokkur karla: 1 Guðjón Gottskálk Bragason 228 högg (76 72 80) 2 Sindri Snær Skarphéðinsson 230 högg (79 76 75) 3 Börkur Geir Þorgeirsson 238 högg (81 79 78) Meistaraflokkur kvenna: 1 Karitas Líf Ríkarðsdóttir Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2024 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ísak Jasonarson – 11. júlí 2024

Afmæliskylfingur dagsins er Ísak Jasonarson. Ísak er fæddur 11. júlí 1995 og á því 29 ára afmæli í dag!!!  Komast má á facebooksíðu Ísaks til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Ísak Jasonarson (29 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:Þuríður Sigmundsdóttir, GÓ, 11. júlí 1962 (62 ára); Ella María Gunnarsdóttir, GL 11. júlí 1975 (49 ára) Martin Wiegele, 11. júlí 1978 (46 ára – Hann var  á Evróputúrnum); Laura Cabanillas, 11. júlí 1981 (43 ára); Sean M. O’Hair, 11. júlí 1982 (42 ára); Linnea Torsson, 11. júlí 1984 (40 ára STÓRAFMÆLI) sænsk – spilaði á LET Access; Carsten Schwippe ….. og ….. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2024 | 10:30

GKS: Jósefína og Jóhann Már klúbbmeistarar 2024

Meistaramót Golfklúbbs Siglufjarðar (GKS) fór fram dagana 4.-6. júlí sl. Þátttakendur í ár voru 28 og kepptu þeir í 5 flokkum. Klúbbmeistarar GKS 2024 eru þau Jósefína Benediktsdóttir og Jóhann Már Sigurbjörnsson. Sjá má allar niðurstöður í Meistaramóti GKS 2024 hér að neðan: Meistaraflokkur kvenna: 1 Jósefína Benediktsdóttir 288 högg (92 102 94) 2 Ólína Þórey Guðjónsdóttir 293 högg (88 105 100) 3 Ása Guðrún Sverrisdóttir 318 högg (112 99 107) 4 Jóhanna Þorleifsdóttir 341 högg (118 110 113) Meistaraflokkur karla: 1 Jóhann Már Sigurbjörnsson 236 högg (77 82 77) 2 Salmann Héðinn Árnason 251 högg (90 80 81) 3 Brynjar Heimir Þorleifsson 260 högg (87 86 87) 1. flokkur kvenna: Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2024 | 08:42

GA: Árni S. Jónsson fallinn frá

Árni S. Jónsson, heiðursfélagi Golfklúbbs Akureyrar, lést 28. júní síðastliðinn 81 árs að aldri. Árni gekk í Golfklúbb Akureyrar í kringum árið 1950 og var viðloðandi klúbbinn alla tíð, sem félagi, stjórnarmaður, framkvæmdastjóri og golfkennari. Árni sat í stjórn GA frá 1967-1979, sem meðstjórnandi, ritari og varaformaður. Hann gegndi starfi framkvæmdastjóra GA á árunum 1984-1989. Á þeim tíma urðu mikilvægar breytingar á starfi klúbbsins er snéri að þjálfun barna og unglinga, en á tímabilinu var ráðinn fyrsti golfkennarinn til GA sem sinnti starfinu í fullu starfi. Árni varð Akureyrarmeistari í golfi 1975 og í öðru sæti oftar en hann kærði sig um að muna. Hann tók einnig þátt í fjölmörgum Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2024 | 08:27

Boðsmót fyrir kylfinga með fötlun 15. júlí n.k.

Golfsamtök fatlaðra á Íslandi í samstarfi við GSÍ, ÍF, GS og EDGA verða með boðsmót fyrir kylfinga með fötlun í tengslum við Íslandsmótið í Golfi 2024. Markmið mótsins er að efla mótahald innanlands fyrir kylfinga með fötlun og auka á sýnileika starfsemi GSFÍ. Samtökin hafa starfrækt reglubundnar æfingar í samstarfi við nokkra golfklúbba undanfarin ár og þekkja til kylfinga sem þar hafa sótt starfið. Markmiðið er að mótið verðið haldið árlega þar sem fremstu leikmönnum landsins er boðin þátttaka. Mótið verður haldið í fyrsta skipti mánudaginn 15. júlí. Golfklúbbar landsins eru hvattir til þess að senda ábendingar um kylfinga sem hafa áhuga á að taka þátt og uppfylla skilyrði um Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2024 | 08:20

GK: 220 spiluðu á Opna Nike!

Þann 15. júní  s.l. var Opna NIKE haldið á Hvaleyrarvelli. Alls tóku 220 manns þátt. Óhætt er að segja að veðrið hafi verið eins gott og það gerist, sól og alvöru Hvaleyrarlogn. Helstu úrslit voru eftirfarandi: 1 sæti: Bjarni Fannar Bjarnason & Alexander Aron Hannesson 58 högg 2 sæti: Veigar Örn Þórarinsson & Eydís Inga Einarsdóttir 60 högg (betri seinni 9) 3 sæti: Viktor Tumi Valdimarsson & Valdimar Friðrik Svavarsson 60 högg 4 sæti: Bragi Þorsteinn Bragason & Guðbjörg Elín Ragnarsdóttir 61 högg (betri seinni 9) 5 sæti: Guðrún Petra Árnadóttir & Davíð Kristján Hreiðarsson 61 högg 6 sæti: Daði Janusson & Heiðar Lind Hansson 62 högg (betri seinni 9) Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2024 | 08:05

Helgi Páls með ás!

Í gærmorgun, 10. júlí 2024, gerði  Helgi Páls, GM, sér lítið fyrir og fékk ás á 4. braut Hlíðavallar í Mosfellsbæ! Fjórða braut á Hlíðavelli er par 3 og 75 metra. Höggið góða sló Helgi með 8 járni. Boltinn lenti rétt inn á flöt og hvarf svo sjónum. Það er smá hryggur fremst á flötinni þannig að Helgi sá boltann ekki rúlla ofan í, en vissi að höggið var gott. Það var því skemmtilegt að labba inn á flöt, sjá engan bolta og kíkja í holuna þar sem boltinn beið hans 🙂 Golf 1 óskar Helga innilega til hamingju með draumahöggið!!!


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 10. 2024 | 23:46

GSG: Hlynur og Milena klúbbmeistarar 2024

Þann 3.-6. júlí sl. fór fram Meistaramót Golfklúbbs Sandgerðis. Þátttakendur í ár sem luku keppni voru 46 og kepptu þeir í 9 flokkum. Klúbbmeistarar eru Milena Medic og Hlynur Jóhannsson. Helstu úrslit eru eftirfarandi: Meistaraflokkur kvenna 1 Milena Medic 274 högg (92 92 90) Meistarflokkur karla 1 Hlynur Jóhannsson 310 högg (79 76 79 76) 2 Guðni Ingimundarson 314 högg (76 80 78 80) 3 Kristinn Óskarsson. 316 högg (76 80 80 80 1 flokkur karla 1 Jóel Freyr Magnússon 338 högg (89 79 84 86) 2 Grímur Siegfried Jensson 344 högg (92 90 86 76) 3 Ari Gylfason. 345 högg (83 95 86 81) 2 flokkur karla 1 Guðmundur Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 10. 2024 | 17:58

Auðunn með ás!

Auðunn Snær Gunnarsson GV fór holu í höggi á 8.holu Vestmannaeyjavallar. Áttunda holan er par 4 hola – 247 metrar. Þetta er í fyrsta sinn sem Auðunn nær að fara holu í höggi á par4 holu!!! Golf 1 óskar Auðunni innilega til hamingju með glæsiásinn!!!


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 10. 2024 | 17:38

GÁ: Kjartan og Guðrún Birna klúbbmeistarar 2024

Meistaramót Golfklúbbs Álftaness fór fram dagana 4.-6. júlí sl. Klúbbmeistarar GÁ 2024 eru þau Kjartan Matthías Antonsson og Guðrún Birna Snæþórsdóttir. Þátttakendur, sem luku keppni í ár voru 46. Spilað var í 4 flokkum (og veitt verðlaun bæði fyrir brúttó og nettó skor) Helstu úrslit: 1 flokkur karla (Brúttó) Kjartan Matthías Antonsson. 206 högg (65 65 76) Einar Georgsson 208 högg (66 67 75) Anton Kjartansson 211 högg (72 76 63) Konur (Brúttó) 1 Guðrún Birna Snæþórsdóttir 184 högg (61 60 63) 2 Íris Dögg Ingadóttir 230 högg (76 77 77) 3 Sigríður Lovísa Sigurðardóttir 234 högg (76 83 75) 2 flokkur karla (Brúttó) 1 Aron Ólafsson 253 högg (87 84 82) 2 Magnús Árni Sigfússon Lesa meira