Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 10. 2024 | 16:27

GSS: Anna Karen og Jóhann Örn klúbbmeistarar 2024

Meistaramót GSS fór fram dagana 1. – 6. júlí á Hlíðarendavelli í frekar hvössu og köldu veðri. Rúmlega 80 þátttakendur tóku þátt í sjö mismunandi flokkum. Keppt var í meistaraflokki karla og kvenna, 1. flokki karla og kvenna, 2. flokki karla, háforgjafarflokki, öldungaflokki, 15 ára og yngri í bæði stelpu og drengjaflokki og að lokum 12 ára og yngri. Í fyrra voru klúbbmeistarar systkinin Arnar Geir Hjartarson og Anna Karen Hjartardóttir en þar sem Arnar tók ekki þátt í ár var ljóst að nýr klúbbmeistari yrði krýndur í karlaflokki þetta árið. Krakkarnir í barna- og unglingaflokkunum spiluðu á mánudag og þriðjudag og tóku alls 28 krakkar þátt í ár sem Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 10. 2024 | 16:13

GSF & GFH: Vel heppnað Stelpugolf á Austurlandi

Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs (GFH) og Golfklúbbur Seyðisfjarðar (GSF) héldu nýverið stelpugolfdaga sem voru vel sóttir. Um 40 konur mættu á viðburðinn á Ekkjufellsvelli og tæplega 30 mættu á Hagavöll á Seyðisfirði. Þátttakan fór langt fram úr björtustu vonum þrátt fyrir að veðrið hafi ekki verið sem best. Stelpugolfdagurinn er átak sem GSÍ, KPMG og PGA á Íslandi standa fyrir í samvinnu við golfklúbba í landinu og er ætlað að freista þess að heilla fleiri stelpur og konur í íþróttina en töluvert hallar á kvenkynið almennt í golfinu á Íslandi. Í viðtali við Austurfrétt segir formaður Golfklúbbs Fljótsdalshéraðs, Friðrik Bjartur Magnússon, að hlutfall kvenna í golfíþróttinni á Austurlandi sé lægra en meðaltal á Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 10. 2024 | 15:59

Afmæliskylfingur dagsins: Margeir Ingi Rúnarsson – 10. júlí 2024

Afmæliskylfingur dagsins er Margeir Ingi Rúnarsson. Margeir Ingi er fæddur 10. júlí 1994 og á því 30 ára stórafmæli í dag. Margeir Ingi er í Golfklúbbnum Vestarr á Grundarfirði og er góður kylfingur. Hann er margfaldur klúbbmeistari GMS. Komast má á heimasíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan…   Margeir Ingi Rúnarsson Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Murray Irwin „Moe“ Norman, f. 10. júlí 1929 –  d. 4. september 2004 (hefði orðið 95 ára í dag!; Bergþóra Margrét Jóhannsdóttir, 10. júlí 1956 (68 ára);   Scott Michael McCarron, 10. júlí 1965 (59 ára); Guðmundur Gísli Geirdal, 10. júlí 1965 (59 ára); Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 1. 2023 | 16:16

Ryder Cup 2023: Áhangendur streymdu á Marco Simone eftir sigur liðs Evrópu 16,5-11,5

Trylltir áhangendur í sæluvímu streymdu inn á Marco Simone golfvöllinn í Guidonia, rétt fyrir utan Róm á Ítalíu, þar sem Ryder Cup 2023 hefir farið fram sl. 3 daga, eftir að lið Evrópu hafði betur gegn Bandaríkjamönnum 16,5-11,5. Sumir fleygðu sér í vatnstorfærurnar sem eru umhverfis völlinn – en fremur heitt er í Róm. Síðustu tvær viðureignirnar í Rydernum skiptu engu því Fleetwood var áður búinn að gulltryggja Evrópu sigur og kom stöðunni í 15-11. Það þurfti 14 vinninga til að sigra. Shane Lowry hélt jöfnu gegn Jordan Spieth og kom stöðunni í 15,5-11,5. Robert MacIntyre sigraði síðan einnig í viðureign sinni gegn Wyndham Clarke og lokastaðan því 16,5 -11.5, Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 1. 2023 | 15:40

Ryder Cup 2023: Fleetwood innsiglar sigur liðs Evrópu!!!

Ryderinn bikarinn er aftur á leið til Evrópu!!!! 🙂 🙂 🙂 Það var Tommy Fleetwood sem innsiglaði sigur liðs Evrópu eftir að hafa tryggt hálfa stigið, sem lið Evrópu þarfnaðist sárlega.  …. og hann gerði gott betur og sigraði í sinni viðureign gegn Rickie Fowler 3&1 og kom liði Evrópu í 15-11. Justin Thomas var þar áður búinn að vinna Sepp Straka 2&1. Þar með er Ryder bikarinn aftur á leið til Evrópu eftir háðulegt tap liðs Evrópu í Whistling Straits í Wisconsin, Bandaríkjunum fyrir 2 árum (19-9). Þetta er 7. sigur liðs Evrópu í röð í Rydernum á heimavelli!!! Segja má þó að Bandaríkjamenn hafi barist hetjulega í tvímenningnum eftir Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 1. 2023 | 15:10

Ryder Cup 2023: Hovland, Rory og Hatton unnu sínar viðureignir – Rahm hélt jöfnu – Vantar bara 1/2 stig núna!!!

Þeir Viktor Hovland, Rory McIlroy og Tyrrell Hatton unnu allir viðureignir sínar gegn geysisterkum Bandaríkjamönnum í Rydernum í sunnudagstvímenningnum og Jon Rahm hélt jöfnu gegn Scottie Scheffler. Hovland hafði betur gegn Collin Morikawa 4&3 Rory sömuleiðis sigraði Sam Burns 3&1. Hatton vann sína viðureign gegn Brian Harman 3&2. Eins og staðan er nú (kl. 15:30 í sunnudagstvímenningunum) vantar Evrópu aðeins 1/2 vinning til þess að innsigla sigurinn og endurheimta Ryder bikarinn. Af hálfu Bandaríkjamanna hafa Patrick Cantlay, Max Homa og Brooks Koepka og Xander Schauffele unnið sínar viðureignir. Nú er bara beðið eftir úrslitum í 4 viðureignum og eins og staðan er nú lítur allt út fyrir sigur liðs Evrópu. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 1. 2023 | 12:00

Ryder Cup 2023: Tvímenningsleikir sunnudagsins

Tvímenningsleikir sunnudagsins eru eftirfarandi og jafnframt fylgir staðan kl. 12:30 (að íslenskum tíma): (Feitletruðu eru yfir) 1 Scottie Scheffler g. Jon Rahm 1 UP eftir 13 spilaðar holur 2 Collin Morikawa g. Viktor Hovland  3 UP eftir 11 spilaðar holur 3 Patrick Cantlay g. Justin Rose 2 UP eftir 10 spilaðar holur 4 Sam Burns g.  Rory McIlroy 3 UP eftir 10 spilaðar holur 5 Max Homa g. Matt Fitzpatrick allt jafnt eftir 8 spilaðar holur 6 Brian Harman g. Tyrrell Hatton 1 UP eftir 9 spilaðar holur 7 Brooks Koepka g.  Ludvig Aberg 8 UP thru 8 spilaðar hour 8 Justin Thomas g. Sepp Straka 2 UP thru 7 spilaðar hour 9  Xander Schauffele g.  Nicolai Hojgaard allt jafnt eftir 6 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 1. 2023 | 08:00

Ryder Cup 2023: Evrópa 10,5 – Bandaríkin 5,5 e. 2. dag

Bandaríska Ryder Cup liðið náði sér aðeins á strik á laugardeginum eftir skelfilega byrjun í Rydernum. Fyrir tvímenningsleikina er lið Evrópu þó enn með afgerandi forystu; er með 10,5 vinning gegn 5,5 vinningum bandaríska liðsins. Aðeins 12 tvímenningsleikir eru eftir í dag, sunnudag og  fjórir vinningar, sem skilja Evrópu frá því að endurheimta Ryder bikarinn og halda áfram þriggja áratuga sigurgöngu sinni á heimavelli. Laugardagurinn byrjaði svipað og föstudagurinn þar sem Bandaríkjamenn fóru hægt af stað í morgunfjórmenningunum.. Bandaríska liðið var í uppnámi eftir morgunfjórmenningana sérstaklega þar sem eitt sterkasta tvíeyki þeirra Scottie Scheffler og Brooks Koepka tapaði stórt fyrir Norðurlandatvíeykinu Viktor Hovland og Ludvig Åberg 9&7  Mum tapið vera Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 13. 2023 | 21:00

Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!

Logi Sigurðsson, GS, hlaut Björgvinsskálina 2023, sem veitt er fyrir lægsta skor áhugakylfinga á Íslandsmótinu. Skálin er veitt í minningu Björgvins Þorsteinssonar, sexfalds Íslandsmeistara, sem er sá kylfingur sem unnið hefir Íslandsmótið í karlaflokki næstoftast, eða 6 sinnum. Úlfar Jónsson hefir einnig sigrað á Íslandsmótinu 6 sinnum og Birgir Leifur Hafsteinsson, er sá kylfingur sem sigrað hefir oftast á Íslandsmótinu eða alls 7 sinnum. Verðlaunabikarinn er verðlaunagripur sem Björgvin hlaut fyrir fyrsta sigur sinn á Íslandsmóti árið 1971. Björgvin tók þátt í 56 Íslandsmótum þar af 55 mótum í röð, sem er met. Logi er sá þriðji, sem hlýtur Björgvinsskálina en áður hafa hafa hana hlaotið: Arons Snær Júlíusson GKG Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 13. 2023 | 19:30

Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!

Íslandsmótinu í golfi lauk í dag á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og Logi Sigurðsson, GS eru Íslandsmeistarar 2023. Þetta er í fyrsta sinn sem þau fagna þessum titli. Úrslitin réðust á lokaholunni í dag í blíðviðrinu á Urriðavelli að viðstöddum fjölmörgum áhorfendum. Helstu úrslit í karlaflokki voru eftirfarandi: 1. Logi Sigurðsson, GS 273 högg (69-67-71-66) (-11) 2.Hlynur Geir Hjartarson, GOS 274 högg (70-65-68-71) (-10) 3. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GKG (69-65-76-67) (-7) Helstu úrslit í kvennaflokki voru eftirfarandi: 1. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 283 högg (70-70-71-71) (-1) 2. -4. Andrea Björg Bergsdóttir, GKG 285 högg (74-71-72-68) (+1). 2.-4. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR 285 högg (76-69-69-71) (+1) 2.-4. Hulda Clara Lesa meira