Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 29. 2023 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Signý Marta Böðvarsdóttir – 29. júlí 2023

Afmæliskylfingur dagsins er Signý Marta Böðvarsdóttir. Signý Marta er fædd 29. júlí 1970 og er því 53 ára í dag. Hún er í Golfklúbbi Reykjavíkur. Signý Marta er góður kylfingur og hefir m.a. staðið sig vel í púttmótaröðum GR-kvenna. Hún er gift Páli Gunnari Pálssyni og er móðir kylfinganna Böðvars og Helgu Signýar Pálsbarna. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Signý Marta Böðvarsdóttir · 53 ára (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Max Faulkner f. 29. júlí 1916 – d. 26. febrúar 2005; Friðrik Sigurðsson, GS, 29. júlí 1969 (54 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 28. 2023 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hinrik Gunnar Hilmarsson og Þórdís Lilja Árnadóttir – 28. júlí 2023

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Hinrik Gunnar Hilmarsson og Þórdís Lilja Árnadóttir. Það er Hinrik Gunnar Hilmarsson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hinrik var fæddur 28. júlí 1958 og lést 24. mars 2016. Hinrik eða Hinni eins og hann var oft kallaður af vinum sínum hefði orðið 65 ára í dag. Hinni var flestum kunnugur sem dómari á golfvellinum, en einnig var hann í Golfklúbbi Reykjavíkur. Þórdís Lilja Árnadóttir er fædd 28. júlí 1973 og fagnar því 50 ára afmæli í dag. Þórdís Lilja Árnadóttir – Innilega til hamingju með 50 ára stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Marta Guðjónsdóttir (64 ára); Árný Lilja Árnadóttir, 28. júlí 1970 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 27. 2023 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jordan Spieth – 27. júlí 2023

Afmæliskylfingur dagsins er sigurvegari Opna breska 2017 og tvöfaldur risamótsmeistari ársins 2015, Jordan Spieth. Jordan Spieth fæddist 27. júlí 1993 og á því 30 ára stórafmæli í dag. Spieth, sigurvegari Opna breska 2018, sigraði s.s. kunnugt er á Masters risamótinu í apríl 2015 og vann síðan Opna bandaríska. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Örn Guðmundsson, 27. júlí 1952 (71 árs); Björk Klausen, 27. júlí 1954 (69 ára); Ólöf Jónsdóttir, 27. júlí 1970 (53 ára); Erla Björk Hjartardóttir, 27. júlí 1971 (52 ára); Stefán Fannar Sigurjónsson, 27. júlí 1972 (51 árs); Arnar Snær Jóhannsson, 27. júlí 1991 (32 ára); Golfklúbburinn Vestarr, 27. júlí 1995 (28 ára); Kristján Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 26. 2023 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Mick Jagger, Allen Doyle, Sigríður Rósa Bjarnadóttir og Daniel Hillier – 26. júlí 2023

Það eru fjórir kylfingar; Mick Jagger, Allen Doyle, Sigríður Rósa Bjarnadóttir og Daniel Hillier, sem eru afmæliskylfingar dagsins. Mick Jagger er fæddur 26. júlí 1943 og fagnar 80 ára merkisafmæli í dag og Allen Doyle er fæddur 26. júlí 1948 og fagnar 75 ára afmæli. Daniel Hillier er fæddur 26. júlí 1988 og á því 25 ára stórafmæli í dag. Mick Jagger er kunnari en frá þurfi að segja; aðalsöngvari hljómsveitarinnar Rolling Stones. Sigríður Rósa  er fædd 26. júlí 1963 og fagnar því 60 ára merkisafmæli. Komast má á facebook síðu Sigríðar Rósu til þess að óska henni til hamingju með merkisafmæli hér að neðan Sigríður Rósa 60 ára – Innilega til hamingju Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 25. 2023 | 22:00

Ryder Cup 2023: Spáð í liðin

Nú þegar fyrir liggur að Brian Harman sigraði á Opna breska, þurfa golfáhangendur að bíða í heila 262 daga þar til næsta risamót hefst í golfinu þ.e. Masters 2024. En hafið ekki áhyggjur; það er ýmislegt að gerast í golfheiminum fram að því. M.a. fer Ryder bikarskeppnin fram eftir 2 mánuði og er nú haldin í fyrsta sinn á Marco Simone Golf and Country Club, rétt utan við Róm á Ítalíu. Á vellinum hafa hingað til aðeins 2 atvinnumannamót verið haldin þ.e. Opna ítalska, árin 1994 og 2021. Liðsstjórar nú í Rydernum eru Zach Johnson fyrir Bandaríkjamenn og Luke Donald fyrir sveit Evrópu. Upphaflega átti Henrik Stenson að sinna fyrirliðastörfum fyrir Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 25. 2023 | 18:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2023: Nico Echevarria (31/50)

Sá sem kynntur verður í dag varð í 20. sæti á Korn Ferry Tour Finals og ávann sér þannig kortið sitt á PGA Tour. Það er Nicholás (Nico) Echevarria. Nico Echevarria er fæddur 4. ágúst 1994  í Medellín, Kólombíu og því 29 ára. Hann er 1,83 m á hæð og 75 kg. Echevarria spilaði í bandaríska háskólagolfinu með golfliði University of Arkansas. Hann gerðist atvinnumaður í golfi 2017 og á í beltinu 4 sigra á atvinnumannsmótum. Nico býr á Ponte Vedra Beach í Flórída.


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 25. 2023 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Cheyenne Woods – 25. júlí 2023

Afmæliskylfingur dagsins er Cheyenne Nicole Woods, frænka Tiger og fyrrum liðsfélagi Íslandsmeistarans í höggleik 2011, 2014 og 2016, Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur, í Wake Forest. Cheyenne fæddist í Phoenix, Arizona, 25. júlí 1990 og á því 33 ára afmæli í dag. Hún er dóttir Earl Dennison Woods Jr., eldri bróður Tiger Woods. Afi hennar Earl Woods eldri var fyrsti þjálfarinn hennar. Cheynne spilaði golf með golfliði Xavier College Preparatory og sigraði ár eftir ár Arizona 5A State Championships árin 2006 og 2007. Cheyenne útskrifaðist frá Wake Forest University 2012 þar sem hún spilaði golf með Demon Deacons. Cheyenne hefir sigrað á meira en 30 áhugamannamótum. Árið 2009 þáði hún boð styrktaraðila Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 25. 2023 | 09:30

Meistaramót 2023: Aron Emil og Katrín Embla klúbbmeistarar GOS

Meistaramót Golfklúbbs Selfoss (GOS) fór fram dagana 29. júní – 8. júlí 2023. Þátttakendur í meistaramóti GOS 2023 voru 91 og kepptu þeir í 14 flokkum. Klúbbmeistarar GOS 2023 eru þau Aron Emil Gunnarsson og Katrín Embla Hlynsdóttir. Þess mætti geta að Katrín Embla er ekki aðeins klúbbmeistari GOS 2023 heldur líka klúbbmeistari í unglingaflokki! Sjá má öll úrslit í Golfboxinu með því að SMELLA HÉR: Helstu úrslit eru hér að neðan: Meistaraflokkur karla 1 Aron Emil Gunnarsson F 286 2 Hlynur Geir Hjartarson F 288 3 Pétur Sigurdór Pálsson F 292 T4 Arnór Ingi Hlíðdal F 299 L36 T4 Kristinn Sölvi Sigurgeirsson F 299 1.flokkur karla 1 Jósef Geir Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 24. 2023 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sigurjón R. Hrafnkelsson – 24. júlí 2023

Afmæliskylfingur dagsins er Sigurjón R. Hrafnkelsson. Sigurjón fæddist 24. júlí 1963 og á því 60 ára merkisafmæli í dag. Hann er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og hefir tekið þátt í fjölda golfmóta. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Doug Sanders, 24. júlí 1933 (90 ára); Einar Bergmundur, 24. júlí 1960 (63 ára); Björn Ólafur Ingvarsson, 24. júlí 1969 (54 ára); Kaname Yokoo, 24. júlí 1972 (51 árs – japanskur spilar aðallega á japanska PGA); Jordi Garcia del Moral, 24. júlí 1985 (38 ára); Axel Þórarinn Þorsteinsson …… og …….. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 24. 2023 | 14:00

Perla Sól og Aron Snær Íslandsmeistarar í holukeppni 2023!

Íslandsmótinu í holukeppni 2023 lauk síðdegis í gær, 23. júlí 2023, við frábærar aðstæður á Hamarsvelli í Borgarnesi. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, og Aron Snær Júlíusson, GKG, eru Íslandsmeistarar í houkeppni 2023. Þetta er í fyrsta sinn sem þau landa þessum titlum en mótið fór nú fram í 36. sinn. Perla Sól lék gegn Huldu Clöru Gestsdóttur, GKG, í úrslitum og hafði þar betur 4/3. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA varð þriðja en hún sigraði Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur, GK, á 19. holu í leiknum um þriðja sætið. Aron Snær lék gegn Aroni Emil Gunnarssyni, GOS, í úrslitaleiknum sem endaði 3/1 fyrir Aron Snæ. Í leiknum um þriðja sætið sigraði Hákon Örn Lesa meira