Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 26. 2024 | 07:00
Jenetta Bárðardóttir látin
Jenetta Bárðardóttir andaðist 23. ágúst sl. Hún var fædd 12. maí 1949 í Ólafsvík og því 75 ára þegar hún lést. Jenetta lætur eftir sig eiginmann, Benóný Ólafsson, börn og barnabörn. Jenetta var í GR og GKB og m.a. klúbbmeistari kvenna í GKB 2012. Hún hafði öðlast réttindi til að kenna SNAG golf. Sjá má eldra viðtal Golf 1 við Jenettu með því að SMELLA HÉR: Golf 1 vottar eiginmanni, fjölskyldu, öðrum aðstandendum og vinum Jenettu innilega samúð.
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 25. 2024 | 23:52
AIG Women’s Open 2024: Lydia Ko vann 3. risamótstitil sinn!!!
Það varhin 27 ára Lydia Ko frá Nýja Sjálandi, sem stóð uppi sem sigurvegari á AIG Women´s Open risamótinu. Hún bætir nú 3. risatitlinum við í safnið, eftir að vera nýbúin að taka gull á Ólympíuleikunum í París!!! Ótrúlegur kylfingur!!! Sigurskor Ko á Old Course, þar sem mótið fór fram var 7 undir pari, 281 högg (71 70 71 69). Fjórar deildu með sér 2. sætinu, 2 höggum á eftir Ko þ.e. þær Nelly Korda og Lilia Vu frá Bandaríkjunum, Ruoning Yin frá Kína (bronsverðlaunahafinn í nýafstöðnum Ólympíuleikum) og Jiyai Shin frá S-Kóreu. Sjá má öll úrslit frá AIG Women´s Open með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 25. 2024 | 22:00
GSS: Úrslit í Opna Advania
Opna Advania mótið fór fram í dag, 25. ágúst 2024, á Hlíðavelli á Sauðárkróki. Mótið var liðakeppni þar sem keppnisfyrirkomulag var betri bolti og leikinn var höggleikur með forgjöf. Tólf lið voru skráð til leiks og veitt verðlaun fyrir efstu fjögur sætin. Úrslit voru eftirfarandi: 1 sæti Easy chip og pútt! (Halldóra Andrésdóttir Cuyler og Grétar Freyr Pétursson), 59 högg nettó. 2 sæti D12 (Árný Lilja Árnadóttir og Rafn Ingi Rafnsson), 62 högg nettó. 3 sæti Þórðarson/Þórðarson (Gunnar Atli og Ólafur Bjarni Þórðarsynir), 64 högg nettó. 4 sæti Á1 (Ingibjörg Guðjónsdóttir og Aron Már Björnsson), 67 högg nettó. Í aðalmyndaglugga: Þátttakendur í Opna Advanía. Mynd: GSS.
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 25. 2024 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Dwight Nevil og Thorunn Erlu Valdimarsdóttir – 25. ágúst 2024
Afmæliskylfingur dagsins er Dwight Nevil. Nevil er fæddur 25. ágúst 1944, í Altus Oklahoma og fagnar því 80 ára merkisafmæli í dag. Hann spilaði á PGA Tour á árunum 1971-1977 og á í farteskinu 3 sigra á atvinnumannsmótum (ekkert þeirra þó á PGA Tour). Thorunn Erlu Valdimarsdóttir er fædd 25. ágúst 1954 og fagnar 70 ára merkisafmæli í dag. Hún er sagnfræðingur og rithöfundur. Eftir hana liggja á þriðja tug bóka – skáldsögur, ljóðabækur, ævisögur og sagnfræðirit, auk fjölda greina og þátta fyrir útvarp og sjónvarp. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 25. 2024 | 10:00
Íslandsmót golfklúbba 2024: Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs sigraði í 5. deild karla
Íslandsmót golfklúbba 2024 í 5. deild karla fór fram á Silfurnesvelli hjá Golfklúbbi Hornafjarðar dagana 16.-18. ágúst sl. Alls voru 6 klúbbar sem tóku þátt. Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs, GFH, stóð uppi sem sigurvegari og leikur í 4. deild á næsta ári. Smelltu hér fyrir úrslit í 5. deild karla. Lokastaðan í 5. deild karla 2024. 1. Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs, GFH, Egilsstaðir. 2. Golfklúbbur Hornafjarðar, GHH. 3. Golfklúbburinn Hamar Dalvík, GHD 4. Golfklúbbur Álftaness, GÁ. 5. Golfklúbbur Siglufjarðar, GKS 6. Golfklúbburinn Dalbúi, GD Texti og mynd: GSÍ
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 25. 2024 | 08:00
LEK: GK Íslandsmeistarar karla 65+
Karlasveit Keilis 65+ varð Íslandsmeistari þann 14. ágúst sl. Sveit GK vann sveit GKG í úrslitaleik 3,5-1,5. Leikið var á Öndverðarnesinu og tóku átta lið þátt. Sveit Keilis var þannig skipuð: Tryggvi Þór Tryggvason, Sigurður Aðalsteinsson, Kristján V. Kristjánsson, Kristinn Þórir Kristjánsson, Jóhannes Pálmi Hinriksson og Páll Ingólfsson. Hafþór Kristjánsson var spilandi liðsstjóri.
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2024 | 23:00
Íslandsmót golfklúbba 2024: GKG Íslandsmeistari í 1. deild kvenna 50+
Það er sveit GKG, sem er Íslandsmeistari í 1. deild kvenna 50+, á Íslandsmóti golfklúbba 2024. Íslandsmót golfklúbba í 1. deild kvenna 50+ fór fram 22.-24. ágúst 2024, á Strandarvelli, á Hellu. Íslandsmeistarasveit GKG var svo skipuð: 1 Ragnheiður Sigurðardóttir 2 María Málfríður Guðnadóttir 3 Ragnheiður Stephensen 4 Jóhanna Ríkey Sigurðardóttir 5 Elísabet Böðvarsdóttir 6 Petrún Björg Jónsdóttir 7 Helga Björg Steingrímsdóttir 8 Hanna Bára Guðjónsdóttir Liðsstjóri: Ragnheiður Stephensen Sveit GR varð í 2. sæti og sveit GK í 3. sæti.
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2024 | 22:00
GOS: Svarfhólsvöllur stækkar
Í dag, 24. ágúst 2024, náðist merkur áfangi í sögu Golfklúbbs Selfoss, en þá stækkaði völlur félagsins, Svarfhólsvöllur, úr 9 holu golfvelli í 14 holu golfvöll. Nýi hringurinn hefur tvisvar viðkomu á nýja svæðinu, fyrst á 2. og 3. braut, og aftur á holum 11-13. Hér fyrir neðan er mynd af hinni nýju 12. braut, sem er par-3-hola meðfram Rauðalækjarós, þar sem samnefndur lækur rennur í Ölfusá. Brautin ber nafnið Rauðalækur. Nýja 13. brautin heitir Móholt. Hér að neðan má sjá mynd af flöt brautarinnar, sem er svo sem sjá má stór og falleg. Myndin er af nýja svæðinu, frá 13. flöt í átt að Skiphól, þar sem 11. flöt Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2024 | 21:15
GÖ: Tveir ásar!!!
Eins og mörg undanfarin var Smart#3 frá Öskju í verðlaun fyrir þann sem fyrstur færi holu í höggi á 18. braut í Stóra GÖ 66° Norður mótinu um Verslunarmannahelgina sl. (3. ágúst 2024) Smart #3 er frábær rafbíll frá Öskju. Hann er með allt að 450 km drægni á rafmagni og hraðhleðslu. Bíllinn er að verðmæti 5,900,000 krónur og því var til mikils að vinna. Í mótinu kom vissulega ás …. bara ekki á 18. braut. Það var Sigurbjörn Ásgeirsson, sem fékk ás á 2. braut og óskar Golf 1 honum til hamingju með draumahöggið!!! Ásinn á 18. kom degi eftir mótið, þ.e. sunnudaginn 4. ágúst 2024. Það var Örn Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2024 | 20:00
Golfgrín á laugardegi (7/2024)
Einn hundgamall: Segir einn kylfingurinn við annan: „Konan mín segir að ég verði að velja milli hennar og golfsins. Ég mun sakna hennar mjög!“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024